Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 35

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 35
LOG FELAGS ÍSLENZKRA ORGANLEIKARA 1. gr. FélagiS heitir „Félag íslenzkra organleikara". Lögheimili þess er í Reykjavík. 2. gr. Markmið félagsins er: a) að gæta hagsmuna organleikara innan fé- lagsins með því að ákveða launataxta fyrir öll störf þeirra, en félagið kemur fram fyrir hönd stéttarinnar í öllum hagsmunamálum hennar. Félagið er stéttar- félag og þvi lögformlegur aðili um kaup og kjör meðlima sinna. b) aS vinna að eflingu kirkjutónlistar í landinu með frœðslufundum, tónleikahaldi, útgáfu starfsemi og á annan tiltækan hátt. 3. gr. Reglulegir félagar geta allir starfandi organleikarar orðið. Skulu þeir skiptast í 3 deildir félagsins, A-, B- og C-deildir, þannig: I A-deild organ- leikarar með einleikaraprófi og ítarlega alhliða menntun í faginu, og þeir aðrir, sem hafa sýnt í verki tilsvarandi kunnáttu. 1 B-deild: organleikarar með al- mennt (lægra) organleikarapróf, eða tilsvarandi kunnáttu. 1 C-deild: aðrir starfandi organleikarar. 4. gr. Stjórn félgasins skal rannsaka hæfni og aSstöðu umsækjenda, og akveða hvaða deild þeir muni tilheyra, áður en þeir eru bornir upp í féloginu. 5. gr. Við inntöku í félagið greiði umsækjandi inntökugjald. Einnig greiSi hver félagi fast úrgjald. ASalfundur ákveður á hverjum tíma upphæS þessa gjalds. 6. gr. Félagi, sem er hættur organleikarastarfi, missir þá um leiS félags- réttindi sín, en öSlast þau aftur, ef hann hefur starf að nýju. — Undanþegnir þessu ákvæði eru þeir, sem veriS hafa félagar í 20 ár eSa lengur. 7. gr. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og stiluS til stjórnar félagsins. í!. gr. FélagsmaSur, sem lætur af organleikarastarfi sökum aldurs, eSa hefur náð 70 ára aldri, skal undanþeginn gjöldum. 9. gr. Stjórn félagsins skal skipuS þrem mönnum, formanni, ritara og gjald- kera, sem kosnir eru skriflega, hver fyrir sig til eins árs í senn. Þar af skulu tvcir vera A-dcildarmenn. Einnig skal kjósa þrjá menn til vara eftir sömu reglu. 10. gr. Fundi skal halda einu sinni í mánuSi á tímabilinu okt.-maí og oftar, ef þörf krefur, eða, ef a. m. k. tíu félagsmenn æskja þess og tilgreina ástæSu. Skrá yfir alla fundi skal stjórnin senda félagsmónnum á hverju hausti, ef unnt er. 11. gr. Aðalfundur skal haldinn í september ér hvert, og er boð'aSur sér- staklega, skriflega meS hálfs mánaðar fyrirvara. — Aðalfundur er lögmætur ef hann er löglega boðaSur. 12. gr. A aSalfundi skal kjósa stjórn (sbr. 9. gr.) og tvo endurskoSendur. 13. gr. HeiSursfélaga má kjósa á aðalfundi, ef sérstök ásta-ða er fyrir hendi. Heiðursfélagar mega aldrei vera fleiri en sjö á hverjum tíma. Svjórninni einni w heimilt að bera frain tillógur um kjör heiSursfélaga, og þó því aSeins aS "ún sé öll samþykk kjörinu. 14. gr. Lögum þessum má aSeins breyta á aðalfundi og þarf til þess 2/3 greiddra atkvæða. — Lagabreytinga hafi verið getið i fundarboði. ORGANISTABLAÐIÐ 35

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.