Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 36

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 36
LÖG NORRÆNA KIRKJUTÓNLISTARRÁÐSINS StáSfest í Stokkhólmi 17. ágúsl 1966. 1. gr. Norræna Kirkjutónlistarráðið er fastanefnd, sem er samvinnuaðili fyir kirkjutónlistarsamtökin í Norðurlöndunum fimm. Ráðið er stofnað sem „Norræna Kirkjutónlistarráðið" af: Dansk Organist- og Kantorsamfund, Félagi íslenzkra organleikara, Kyrkomusikfóreningen, Finland, Suomen Kantori ¦— Urkurilitto, Kyrkomusikernas Riksförbund, Sverige, Noregs Orgonistforbund. Hlutverk ráðsins er að efla norræna samvinnu á sviði kirkjutónlistar með því að gangast fyrir fundum og ráðstefnum, og auk þess að vera málsvari á víðtækara, alþjóðlegu kirkjutónlistarsviði. Kirkjutóhlistarsamtökin geta einnig lagt fyrir ráðið önnur málefni, bæði varðandi kirkjutónlist og stéttarhagsmuni, og rúðið á rétt á því að taka frum- kvæði í öllum málefnum, er kirkjutónlist varða. Starfssemi ráðsins er annars vegar ráðgjafaeðlis, en hins vegar getur ráðið gert bindandi ályktanir um mál- efni, sem öll mcðlimaríki eru sammála um. Opinber tungumál ráðsins eru danska, norska og sænska. 2) gr. Ráðið er skipað 2 fulltrúum frá hverju aðildarríkjanna, og skal að minnsta kosti annar vera fulltrúi kirkjutónlistarsamtaka hlutaðeigandi ríkis. Kjörtímabil er frá lokum kirkjutónlistarmóts til loka næsta kirkjutónlistarmóts. Verði norræni fulltrúinn í stjórnarnefnd Eccelesia Cantans kjörinn utan Norræna Kirkjuráðsins, tekur sá fulltrúi sjálfkrafa sæti í Norræna Kirkjutón- listarráðinu. Sem forseta og ritara ráðsins skal að öðru jöfnu kjósa þá fulltrúa þess ríkis, er gengst fyrir næsta norræna kirkjutónlistarmóti. Skrifstofa og skjalasafn ráðsins færast og fylgja forsæti landfræðilega. Aðildarsamtók, sem eiga ekki persónulega fulltrúa í ráðinu, mega senda áheyrnarfulltrúa á fundi ráðsins, en þeir eiga þó ekki atkvæðisrétt. 3. gr, Ráðið kcmur saman að minnsta kosti einu sinni milli kirkjutónlistar- móta, í því ríki, er skipar forsæti. Ráðið kemur sómuleiðis saman á hverju kirkjutónlistarmóti. Kostnaður við ferðir og dvöl fulltrúa greiðist af kirkjutónlistarsamtbkum heimalandsins. Þó skal gestgjafalandið bjóða meðlimum ráðsins að vera vi3 öll atriði kirkjutónlistarmóts án mótsgjalds eða annars kostnaðar. Hafi ákvörðun um mótsstað í för með sér til tiltckna óviðráðanlega erfið- ieika fyrir fulltrúa cinhvers ríkis, eða þeir farið þess á leit, að mót verði háð á öðrum stað, er hentar betur. Náist meirihluti með slíkri tillögu meðal full- trúa í ráðinu, skal hreyta samkvæmt því. 4. gr. Ráðið er ályktunarfært, er fjögur aðildarríki hið minnsta eiga full- 36 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.