Organistablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 38

Organistablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 38
„S A M K 0 M U L A G“ Fclag islenzkra organleikara og samstarfsnefnd sóknarnefnda Reykjavíkur- prófastsdæmis gera með sér svohljóðandi sainkomulag. í samkomulagi þessu er organleikurum skipt í [irjá flokka A, B og C, sam- kvæmt núnari skýringu FÍO, sem fylgir samkomulagi þessu. ■Um a-organleikara. 1) Nú hefur söfnuður tvo þjónandi presta starfandi, sem að jafnaði messa háðir hvern helgan dag, og her þá slíkum söfnuði að ráða a-organleikara í þjónustu sína, sé hann fyrir hendi. A-organleikari haldi a. m. k. eina sjálfstæða orgeltónleika á ári í þeirri kirkju, sem hann er ráðinn við og þá í samráði við sóknarnefnd, enda sjái hún um framkvæmd þeirra tónleika. 2) Illutverk organleikarans er að spila við messugerðir allar á vegum safn- aðarins, sem fram fara í kirkjunni eða á iiðrum stöðum ef kirkja er ekki fyrir hendi. Organleikari skal einnig æfa kór kirkjunnar og fylgjast með þátttöku kórfélaga á æfingum og við messur. Organleikarinn sjái um tónleikahald kirkju- kórsins, eftir því sem aðstæður leyfa. Organleikarinn annist orgelleik á sér- stökum samkomum kirkjunnar, ef óskað er. 3) Laun a-organleikara miðist við % hluta launa kennara í tónlistarskóla, sem nú eru í 19. launaflokki opinberra starfsmanna og er gert ráð fyrir, að , tónlistariðkun sé eina starf organleikarans. Fylgi þessi laun þeim hreytingum sem launaflokkurinn kann uð taka hverju sinni, m.a. hækkun eftir starfsaldri. — Forfallist organleikari vegna veikinda, skal hann í samráöi við stjórn FlO út- vega staðgengil og greiði sóknarnefnd þann kostnað. Greiðsla til staðgengils miðist við helgidagskaup kennara við tónlistarskóla, 4 tímar fyrir messuna. Um b-organleilcara. 1) Söfnuður með einn þjónandi prest getur ráðið b-organleikara i þjónustu sína, ef a-organleikari er ekki fyrir hendi. B-organleikari gengur fyrir c-organ- leikara um stöður, sbr. skýringar í greinargerð um flokkun organista eftir reglum F.Í.O. 2) Skyldur b-organleikarans gagnvart messugerðum og æfingum kórs kirkj- unnar vegna messugerðar, eru þær sömu og a-organleikarans. 3) Ekki skal þess krafist af b-organleikara, að hann haldi sjálfstæða orgel- tónleika eða leiki einleik á vegum safnaðarins. Sé þess óskað, kemur greiðsla k fyrir slíkt tónleikahald. 4) Forfallist organleikarinn skal hann útvega staðgengil í samráði við stjórn F.I.O. og greiði sóknarnefnd kostnað, sem af þvi leiðir. 5) Laun b-organleikara miðast við % hluta 12. launaflokks opinberra starfs- starfsmanna. 6) Sé a-organleikari ráðinn við kirkju, með einn þjónandi prest skulu laun hans miðast við % hluta 15. launaflokks opinberra starfsmanna. 38 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.