Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 39

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 39
011 laun fylgi breytingum, sem kunna að verða á launaflokkum opinberra starfsmanna. Vm dómorganleikara. 1) Dómorganleikari hefur allar sömu skyldur og sömu réttindi og þeir, sem taldir eru í a og b, enda sé hann að sjálfsögðu a-organleikari. 2) Laun dómorganleikara miðist við % hluta 20. launaflokks opinberra starfs- manna. — Ofannefnd launahlutföll skulu haldast óbreytt. Onnur atriSi. 1) Stofnaður verði söngmálasjóður í hverjum söfnuði, sem greiði m. a. nótna- kaup, nótnaprentun, kostnað við eínsöngvara og hljóðfæraleikara o. fl. Árlegt framlag safnaðarins í sjóð þennan ákveðst af sóknarnefnd og fer eftir aðstæð- um hverju sinni. Stjórn sjóðsins skipa: Organleikari, fulltrúi kirkjukórs og sóknarnefndar. 2) Sumarfrí organleikara skal miðast við tímabilið 1. júivi til 1. okt. og skal vera 21 virkur dagur í einu lagi. Sumarfríið sé tekið í samráði við sóknar- nefnd. Sóknarnefnd greiðir laun staðgengils. 3) Deilumál, sem upp kunna að koma skulu ræðast ú fundum með stjórn F.I.O. og fulltrúum safnaða prófastsdæmisins. 4) Lausar organleikarastöður ber meðal annars að auglýsa í Organistablað- 'nu. Sóknarnefndir skulu leita umsagnar stjórnar F.Í.O. á hæfni umsækjenda °g sé dómur F.Í.O. þungur á metum, við stöSuveitingar. 5) Felli sóknarprestur niður messu, skerðir það í engu laun organista. 6) Laun organleikara samkvæmt samningi þessum miSast viS 1.7.'70. 7) Samningar þessir eru uppsegjanlegir með þriggja mánaða fyrirvara miðaS við áramót. Reykjavík í nóvember 1970. Launancjnd F.Í.O. Sarnninganejnd sóknarnefndanna í Guðmundur Gilsson Reykjavíkurprófastsdœmi. ^(sign.) Leifur Sveinsson Haukur Guðlaugsson (sign.) (sign.) Ingólfur Möller Ragnar Björnsson (sign.) (sign.) AstráSur Sigursteindórsson (sign.) Viljayfirlýsing frá samninganefnd samstarfsnefndar sóknarnefndanna í Reykjavíkurprófastsdæmi 1) Við munum reyna að vinna að því, að staða dómorganista verði gerð að opinberrt stöðu og tekin verSi aS nýju upp staSa aðstoðarorganleikara við Dómkirkjuna. -) Við hvetjum eindregið til þess, að settar verði reglur um stöðu organistans ORGANISTABLAÐIÐ 39 9\

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.