Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 39

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 39
öll laun fylgi breytingum, sem kunna að verða á launaflokkum opinberra starfsmanna. Um (lómorganleilcara. 1) Dómorganleikari hefur allar sömu skyldur og sömu réttindi og þeir, sem taldir eru í a og b, enda sé hann að sjálfsögðu a-organleikari. 2) Laun dómorganleikara miðist við % hluta 20. launaflokks opinberra starfs- manna. — Ofannefnd launahlutföll skulu haldast óbi'eytt. Önnur atriói. 1) Stofnaður verði söngmálasjóður í hverjum söfnuði, sem greiði m. a. nótna- kaup, nótnaprentun, kostnað við einsöngvara og hljóðfæraleikara o. fl. Árlegt frainlag safnaðarins í sjóð þennan ákveðst af sóknarnefnd og fer eftir aðstæð- 'un hverju sinni. Stjórn sjóðsins skipa: Organleikari, fulltrúi kirkjukórs og sóknarnefndar. 2) Sumarfrí organleikara skal miðast við tímabilið 1. júní til 1. okt. og skal vera 21 virkur dagur í einu lagi. Sumarfriið sé tekið í samráði við sóknar- nefnd. Sóknarnefnd greiðir ]aun staðgengils. 3) Deilumál, sem upp kunna að koma skulu ræðast á fundum með stjórn F.Í.O. og fulltrúum safnaða prófastsdæmisins. 4) Lausar organleikarastöður ber meðal annars að auglýsa í Organistablað- ■nu. Sóknarnefndir skulu leita umsagnar stjórnar F.I.O. á hæfni umsækjenda °g sé dómur F.I.O. þungur ú metum, við stöðuveitingar. 5) Felli sóknarprestur niður messu, skerðir það í engu laun organista. ó) I.aun organleikara samkvæmt samningi þessum miðast við 1.7.’70. 7) Samningar þessir eru uppsegjanlegir með þriggja mánaða fyrirvara miðað við áramót. Reykjavík í nóvember 1970. Samninganefnd sóknarnejndanna í Reykjavíkurprófastsdœmi. Leifur Sveinsson (sign.) Ingólfur Möller (sign.) Ástráður Sigursteindórsson (sign.) Viljayfirlýsing frá samninganefnd samstarfsnefndar sóknarnefndanna í Reykjavíkurprófastsdœmi 1) Við munum reyna að vinna að því, að staða dómorganista verði gerð að °pinberri stöðu og tekin verði að nýju upp staða aðstoðarorganleikara við Öómkirkjuna. 2) Við hvetjum eindregið til þess, að settar verði reglur um stöðu organistans ORGANISTABLAÐIÐ 39 Launanejnd F.I.O. Guðmundur Gilsson (sign.) Ilaukur Guðlaugsson (sign.) Ragnar Björnsson (sign.)

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.