Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 44

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 44
Kirkjukórasamband Islands. 20. aðalfundur Kirkjukórasambands tslands var haldinn í ]. kennslustofu Háskólans 23. júní 71. Formaður sambandsins, Jón ísleifs- son setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Sérstaklega bauð hann vel- kominn Bjarna Bjarnason formann Kirkjukórasambands Austur-Skafta- fellsprófastsdæmis. Formaður skipaði fundarstjóra séra Þorgrím Sigurðsson og fundarritara Oddberg Eiríksson og Pál Halldórsson. Fundinn sátu 17 fulltrúar frá 14 kirkjukórasamböndum. Formaður ]as heillaóskaskeyti sem sambandinu höfðu borizt frá söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar, sem staddur var í New York, og frá Kirkjukórasam- bandi Reykjavíkurprófastsdæmis. Ritari sambandsins, frú Hrefna Tynes las fundargerð síðasta aðalfund- ar og var hún samiþykkt án athuga- semda. Formaður samlbandsins flutti skýrslu stjórnarinnar, í aðalatriðum, sem hér segir: Átta söngkennarar hafa starfað við söngkennslu á liðnu starfs- ári í sjö kirkjukórasamböndum inn- an K.l. I sumum þessum kirkjukóra- samböndum hafa kirkjukórar æft fjól- 'breytta kirkjutónlist og notið þá að- stoðar áhugafólks utan kóranna og með þeim hætti hafa þeir komið fram sem traustir og mannmargir kórar, vel færir um að flytja ýmis kórverk, sem ofvaxin eru venjulegum kirkju- kórum. I þessu sambandi mætti nefna Kirkjukór Ólafsfjarðar og afmæliskór K.í. og vafalaust fleiri, ef vel væri að gætt. Nú, svo sem ævinlega áður, liafa fjölmargir kirkjukórar víðsvegar um landið staðið fyrir samsöngvum og kirkjukvöldum í sínum byggðarlögum, og auk þess verið einlægt föst söng- númer í dagskrárliðum flestra tilli- daga, sem einhvers eru metnir. Þá hefur farið fram umfangsmikið starf varðandi 20 ára afmæli K.i. Það er staðbundið að því er ég bezt veit og verður rakið að svo miklu leyti sem þörf þykir sér á parti. Gjaldkeri sambandsins las upp reikninga fyrir síðastliðið reikningsár K.í. og voru þeir samþykktir. Enn- fremur las hann fjárhagsáætlun sam- bandsins fyrir 1971. Síðan fór fram stjórnarkosning. Stjórn sambandsins var óll endur- kjórin en hana skipa: Aðalstjórn: Jón Isleifsson, Rvík, form., frú Hrefna Tynes, Rvik, ritari, Finnur Arnason, fulltrúi, Hafnarfirði, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Séra Sigurður Kristjánsson, Isafirði, séra Þórir Steph- ensen, Sauðárkróki, séra Einar Þór Þorsteinsson, Eiðum, Eiríkur lsaksson, fulltrúi, Rauðalæk, Rang. Varastjórn framkvæmdastjórnar: Ein- ar Sigurðsson, trésmiður, Selfossi, form., Páll Halldórsson organleikari, Rvk, ritari, Magnús Guðmundsson kaupm., gjaldkeri. Meðstjórnendur: Kristján Júlíusson kennari, Bolungar- vík, Eyþór Stefúnsson tónskáld, Sauð- árkróki, Jón Mýrdal organleikari, Norðfirði og frú Anna Eiriksdóttir, Selfossi. Endurskoðendur reikninga voru kjörnir: Einar Th. Magnússon, skrif- stofum., Rvk og Aðalsteinn Helgason, trésm., Rvk. Til vara: Baldur Pálma- son, fulltrúi, Rvk og Hálfdán Helga- son, kaupm., Rvk. Þá voru rædd ýms málefni samibands- ins. Gengu fundarmenn síðan í nýja stu- 44 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.