Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 45

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 45
dentagarðinn og þáSu kaffiveitingar í boSi K.I. — undir borSum voru rædd ýms mál varSandi sambandið og kirkju- sönginn yfirleitt. Margir tóku til máls og þökkuSu formanni fyrir framtak hans við stofnun og stjórn afmælis- kórs K.I. Féllu mörg hlýleg orð um kórinn. Oddbcrgur Eiriksson. Frá aðalfundi F.I.O. Aðalfundur F.Í.O. var haldinn 20. september í Domus Medica. Fundar- stjóri var kosinn Svavar Árnason og stýrði hann fundinum röggsamlega. I I skýrzlu gjaldkera kom m. a. fram, að styrkur frá Reykjavíkurborg vegna Norræna kirkjutónlistarmótsins hafði verið skorinn verulega niður. Varð hann kr. 60 þúsund í stað 80 þúsunda sem áætlað hafði verið. Einnig kom fram að inneign Organistablaðsins við áramót 1971 reyndist vera kr. 8 þús. FormaSur drap m. a. á þaS í skýrzlu sinni, aS sótt hefði verið um 100 þús. króna styrk til Organistablaðsins og auk þess 60 þúsund til félagsins. Mundu þessar umsóknir að öllum lík- mdum koma inn á fjárlög ríkisins. Aður en gengið var til kosninga lýsti formaður, Páll Kr. Pálsson, því yfir að hann myndi ekki taka endurkjöri. Hitari, Ragnar Björnsson, baðst einnig undan endurkjöri. SíSan var gengiS t'l kosninga og var Gústaf Jóhannes- son kosinn formaSur. Ritari var kos- lr>n Jón Stefánsson og gjaldkeri Jón **> Þórarinsson. 1 varastjórn voru kosnir þeir Jakob Tryggvason, Árni Arinbjarnarson og Haukur GuSlaugs- son. Fráfarandi formaður, Páll Kr. falsson var kosinn fulltrúi í Listahá- uSarnefnd og Jón Stefánsson í skóla- rað Kórskóla safnaSanna. Allmiklar umræður urðu um taxta fyrir jarSarfarir og samþykkt tillaga fra Ragnari Björnssyni um aS hvika ekki frá þeim taxta, sem aður hafði veriS sarmþykktur á fundi F.t.O. þrátt fyrir neitun útfararstjóranna um að greiða samkvæmt honum. Samþykkt var tillaga fra Páli Kr. Pálssyni um að stofna styrktarsjóð F.Í.O. og enn- fremur tillaga Gústafs Jóhannessonar um að bjóða Kirkjukórasambandi Is- lands þátttöku í Norræna kirkjutón- listarráðinu. Rætt var um kaup og kjör organ- leikara dreifbýlisins og samþykkt að fela stjórninni að leita úrlausnar á því máli. Einnig var drepið á væntanlega námsskrá sem Ibráðlega mundi líta dagsins ljós frá hendi til þess kjiir- innar nefndar. SíSan var fundi slitiS, enda orðið áliSið. /. S. Ýmsar fréttir. Skálholtshátí'ðin var að þessu sinni 25. júlí. Við messuna iþjónuðu biskupinn yfir Is- landi, herra Sigurbjörn Einarsson og Sigurður Palsson vígslubiskup fyrir altari, en Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup prédikaði, Skálholtskórinn söng, í honum er fólk úr nágrenni Skál- holts. Dr. Róbert Abraham Ottósson stjórnaði söngnum. Forsöngvarar voru Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlends- son. Organleikari var Ólafur Finns- son; Jón SigurSsson og Snæbjörn Jónsson léku á trompeta. Haukur GuSlaugsson hélt orgeltón- leika og lék lög eftir Pál ísólfsson, Bach og Boé'llmann, Gunnar Egilsson lék einleik á klarinett. ORGANISTABLAÐIÐ 45

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.