Organistablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 45

Organistablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 45
dentagarðinn og þáðu kaffiveitingar í lioði K.í. — undir borðum voru rædd ýms mál varðandi sambandið og kirkju- sönginn yfirleitt. Margir tóku til máls og þökkuðu formanni fyrir framtak lians við stofnun og stjórn afmælis- kórs K.Í. Féllu mörg hlýleg orð um kórinn. Oddbcrgur Eiriksson. Frá aðalfundi F.Í.O. Aðalfundur F.Í.O. var lialdinn 20. september í Domus Medira. Fundar- stjóri var kosinn Svavar Árnason og stýrði bann fundinum röggsamlega. í 1 skýrzlu gjaldkera kom m. a. fram, oð styrkur frá Reykjavíkurborg vegna Norræna kirkjutónlistarmótsins hafði verið skorinn verulega niður. Varð hann kr. 60 þúsund í stað 80 þúsunda gem áætlað hafði verið. Einnig kom fram að inncign Organistablaðsins við áramót 1971 reyndist vera kr. 8 þús. Formaður drap m. a. á það í skýrzlu sinni, að sótt hefði verið um 100 þús. hróna styrk til Organistablaðsins og auk þess 60 þúsund til félagsins. hfundu þessar umsóknir að öllum lík- 'ndum koma inn á fjárlög rikisins. Aður en gengið var til kosninga lýsti forrnaður, Páll Kr. Pálsson, því yfir uð hann myndi ekki taka endurkjöri. Ifitari, llagnar Björnsson, liaðst einnig undan endurkjöri. Síðan var gengið ‘il kosninga og var Gústaf .lóhannes- R°n kosinn formaður. Ritari var kos- 'un ,]ón Stefánsson og gjaldkeri Jón Þórarinsson. 1 varastjórn voru hosnir þeir Jakob Tryggvason, Árni Arinbjarnarson og Haukur Guðlaugs- s°n. Fráfarandi formaður, Páll Kr. Þálsson var kosinn fulltrúi í Listahá- Bðarnefnd og Jón Stefánsson í skóla- ráð Kórskóla safnaðanna. Allmiklar umræður urðu um taxta fyrir jarðarfarir og samþykkt tillaga frá Ragnari Björnssyni um að hvika ekki frá þeim taxta, sem áður hafði verið samþykktur á fundi F.t.O. þrátt fyrir neitun útfararstjóranna um að greiða samkvæmt honum. Samþykkt var tillaga frá Páli Kr. Pálssyni um að stofna styrktarsjóð F.Í.O. og enn- fremur tillaga Gústafs J óhannessonar um að bjóða Kirkjukórasambandi ís- lands þátttöku i Norræna kirkjutón- listarráðinu. Rætt var um kaup og kjör organ- leikara dreifbýlisins og samþykkt að fela stjórninni að leita úrlaitsnar á því máli. Einnig var drepið á væntanlega námsskrá sem Ibráðlega mundi líta dagsins ljós frá hendi til þess kjör- innar nefndar. Síðan var fundi slitið, enda orðið áliðið. /. S. Ýmsar fréttir. Skálholtshátíðin var að þessu sinni 25. júli. Við messuna þjónuðu biskupinn yfir ís- landi, herra Sigurbjörn Einarsson og Sigurður Pálsson vígslubiskup fyrir altari, en Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup prédikaði, Skálholtskórinu söng, í honum er fólk úr nágrenni Skál- holts. Dr. Róbert Abraham Ottósson stjórnaði söngnum. Forsöngvarar voru Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlends- son. Organleikari var Ólafur Finns- son; Jón Sigurðsson og Snæbjörn Jónsson léku ó trompeta. Haukur Guðlaugsson hélt orgehón- leika og lék lög eftir Pál ísólfsson, Bach og Boellmann, Gunnar Egilsson lék einleik á klarinett. ORGANISTAULAÐIÐ 45

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.