Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 46

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 46
Aðalræðumaður á hátíðinni var dr. Jóhannes Nordal, seSlabankastjóri. Tal- aði hann um Skálholt, upphefð stað- arins og niðurlægingu og efnahagslíf íslendinga í sambandi við sögu staðar- Á höfuddag, 29. ágúst s.l. var mikið um dýrðir í Skálholti. Þar var sam- fellt helgihald í kirkjunni frá morgni til kvölds. Byrjað var með barnaguðs- þjónustu og síðan sungnar 6 messur og að lokum var náttsöngur. Margir prestar prédikuðu og ýmsir kirkju- kórar sungu. Ungur organleikari frá Kanada, Jhon Leek, hélt orgeltónleika. Hólahátío var haldin 22. ágúst 1971. 1 messj, kl. 14.00, var þess minnzt að 400 ár eru liðin frá vígslu Guðbrands Þor- lákssonar biskups. Tónlístarflutning á hátíðinni önnuð- ust Kirkjukór Lögmannshlíðar, undir stjórn Askels Jónssonar, organista, og við undirleik hans. — Gígja Kjartans- dóttir lék einleik á orgel á samkom- um í kirkjunni síðar um daginn. Frá Húsavík. Um mánaðamót ágúst—sept. lét af störfum, Reynir Jónasson organisti við Húsavíkurkirkju, en hann hefur gegnt þvi starfi s.l. 8 ár. Flyzt hann hann nú til Reykjavíkur og mun starfa þar við hljóðfæraleik. Við starfi hans í Húsa- víkurkirkju hefur tekið Steingrímur Matthías Sigfússon, sem undanfarin 3 ár hefur verið organisti við Fáskrúðs- fjarðarkirkju. Hann er jafnframt ráð- inn skólastjóri við tónlistarskólann í Húsavik. Um sömu mundir tekur til starfa tékkneskur tónlistarmaður, Ladi- slav Vojta, að nafni. Hann mun stjórna Lúðrasveit Húsavíkur og karlakórn- um Þrymi, einnig mun hann kenna við tónlistarskólann. Starjsafmæli. Hinn 1. júlí s.l. átti Jakob Tryggva- son 30 ára starfsafmæli sem organ- leikari við Akurcyrarkirkju. Orgelio í Lágafellskirkju. Orgelið var sett í kirkjuna 1958. Þessa láðist að geta í síðasta tbl. FÉLAG ISL. ORGANLEIKARA STOFNAÐ 17. JÚNÍ 1951 Sljórn: Formaður: Gúsluf Jóhanncsson, Sel- vogsgrunni 3, Rvk, simi 33360. Ritari: Jón Stefánsson, Langholtsvegi 165, Rvk, sími 84513. Gjaldkeri: Jón G. Þórarinsson, Héa- leitisbraut 52, Rvk, sími 34230. ORGANISTABLAÐIÐ. Útgefandi: Félag islcnzkra organleikara. Ritnefnd: Gústaf Jóhannesson, Selvogsgrunni 3, Rvk, simi 33360, Kristján Sig- tryggsson, Álfhólsveg 147, Kópavogi, sími 42558, Páll Halldórsson, Drápuhlíð 10, Rvk, sími 17007. - Afgreiðslumaður: Kristján Sigtryggsson. 46 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.