Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 13
irnir að vinna við orgelið í heila viku og mér sem organleikara gefinn kostur á að benda á aila galla, som fram höfðu komið undan- farin ár, einnig iá það sem mér þótti ábótavant við intoneringu. Varð verkið bæði sóknarnefndinni og viðgerðarmönnunum ti'l sóma. Að vera lítið eða jafnvel ólaunaður sveitaorganisti hefur þann 'kost, að niaður getur með góðri samvizku verið eins konar skæruliði ■tónlistarinnar. Austurískur máMiáttur segir: Wes lirot ich ess, des hied idli sing, sem í tiifelli sveitaorganistans iná skilja orðrétl og hókstaflcga. A meðan hann etur ekki brauð sóknarnelfndarinnar nema að hverfandi ieyti, þá þarf hann 'heldur ekki að syngja hennar lag — som sagt hann getur spilað og látið æfa sigilda tónlist, leikið ein- leik fyrir, í miðjn og eftir inessu, við jarðarfarir og brúðkaup ai- gerlega eftir eigin smekk. Tökum sem dæmi jarðarfarirnar, sem eru verulegur hluti af starfi sveitaorganistans og undantekningariítið sjálfboðavinna. Þar liefur ‘organistinn einmitt tækifæri til að kynna sígiida tóhlist. Reynslan sýnir að ifólk er mjög næmt fyrir ö'liu sem hann gerir til að auka skil ning þess á orgeltónlist. Það stendur livergi skrifað að maður megi ekki byrja jarðai’lör á öðru en „Komm Siisser Tod“ (sem er i raun og veru einsöngislag ineð semhaiundiriei'k), á meðan viðeig- andi ver*k eftir Hach, Radhefbel, Böhm, Brulhns, Buxtelhude og einnig fjölda nútímatónskálda eru fyrir hendi. Og iwer mótmælir þegar organistinn spilar eina blaðsíðu úr Das Orgélhucliiein eða t. d. „Aus tiefer Not“ (manuaiiter) úr Orgéimesse rétt eftir líkræðuna? Þá hliusta aiiir og það er á ábyrgð oragnistans að velja eitthvað sem á við einmitt á þessum stað og tima, fyrir -þessa fjölskyidu, og við jx'ssar aðstæður. Svipað er það með messurnar. Ifver bannar manni að setjast á orgeibökkinn t. d. háfftíma fyrir pásika-, fermingar-, aðventu-, jóla-, tiýárs og 'fieiri messur og leika viðeigandi verk á orgefið á meðan 'fóikið er að tínast í kirkjuna? Svo hætlir maður þegar hringt er og hyrjar svo á verulega hátíðlegu aðaiforspili. Sem sagt, það eru nokkrir af þeim kostum, sem fylgja því að vera sveitaorganisti á .)minni“-launum. háein orð vil ég segja um nótnakost í sveitakirkjmn, sem víðast virðist vera fyrir neðan allar heliur. Plestir organistar munu eiga cittihvað af góðuin nótum sjáifir. En stefna ætti að því að korna upp sæmilegu nótnasafni fyrir hvert orgel, sérstaklega þar, sem á s.l. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.