Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 15
að í seinni tíð eéu dönsku lögin „rómantísku“ einna vinsælust meðal almennings, en þau voru innleidd í kirkjusöng okkar á seinni hluta 19. aldar og s'kipa enn iiáan sess í okkar kóralbó'k. Þessi „róman- tíski1* söngur nær hámarki með H'átíðasöngvum sr. Bjarna Þorsteins- sonar, sem enn eru sungnir af mikilli gleði og þykja vinsælir í flest- um kirkjinn landsins, sem hafa á að skipa góðum söngkór. Og eru það ekki einmitt vinsældirnar, sem flestir sækjast eftir? Nú, á dögum fjölmiðlanna, er tilgangslaust að segja við fólk: „Standið upp og syngið með okkur“. Fólk kærir sig ekki um slíkt. Það vill sitja í makindum, helzt í liægindastólum og láta mata sig á hinni andiegu fæðu, livort sent hún er framreidd í kirkju eða sam- komusal. Þetta er ein veigamesta ástæðan fyrir því, að ekki mun takast að innleiða Jiér safnaðarsöng um sinn, jwií miður. Núverandi messufortn, of form æ-tli að kalla, er líka mjög óheppi- legt og þekkist ekki í öðrum löndum þar sem -safnaðarsöngur er ntikið iðkaður. Hér erum við að Iburðast með 5 sálma, suma langa, í hverri messu i tónhæð, sem almenningur ekki nær, skáldskapar- giildið læt ég liggja milli Ihluta. Svo erum við með prédikun í 15—20 mínútur, en pródikanir eru vafasamt umtalsefni, en við heyrum aldrei Kyrie eieison, Gloria deo, Sanctus, Agnus dei, né aðra þætti 'hinnar gömlu lúthersku messu, flutta á lislrænan hátt af kirkjukórn- um í réttri röð, ekfci heldur ómengaðan bibllíutexta í mótettuformi. Sálmarnir fimm eiga sennilega að koma í stað þessara messuþátta, en eru þeir þá alltaf valdir með tilliti til þess? Ekki megum við leggja niður kirkjukórana, en það er einmitt fjöl- raddaði söngurinn, sem dregur fólk í þá, íslendingum hefur alltaf þótt gaman að syngja margraddaðan söng. Eins og málin standa tel ég að happasælast væri að innleiða sem aMra mest af „konsertsöng“ í messuna og flytja hina lielztu þætti hennar á listrænan háll þar sem skilyrði eru fyrir hendi, en hafa lnn á miMi 2—3 einraddaða sálma. Ut á landsbyggðinni þar sem °kki eru söngkraftar fyrir hendi fer bezt á að lofa fólkinu að syngja S1n gömlu „rómantísku“ liig þrí- eða fjórrödduð í bland með grall- aralögunum góðu, þó ekki séu allir músíkfræðimenn sammála um gæði þeirra, en undrast þeim mun meir yfir því, hvernig Bacii tókst að smíða utan um þau sín töfrandi tónmusteri. Kannski geyma þau 1 sér hinn eina sanna neista? Steingrírnur Sigfússon. ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.