Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 17
BALDUR ANDRÉSSON Ba'ldur Andrésson cand. theol. lézt í Reykjavík 5. marz s.l. íæp- lega 75 ára að a'ldri. -— Hann var fæddur í Roykjavík 4. apríl 1897. Baldur lók slúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík 1917 og guðifræðipróf við Háskóla Is- lands 1922. S'íðan fór hann til Þýzkalands til tónlistarnáms og lagði stund á kirkjutónlist í Leipzig. Eftir heimkomuna var 'hann nokkur ár kennari við Al- þýðuskólann á Eiðum. l’rá 1929 starfaði hann á borgarstjóra- slkrifstofunni í Reykjavrk. Var hann iþar fulllrúi og vann þar til dauðadags. Baldur hélt fjölmarga fyrirlestra uin tónlistarmenn og tónlistar- rnáilofni, 'bæði í Tónlistarskólanum í Reykjavík og í Ilíkisútvarpið. Hann var í mörg ár tónlistargagnrýnandi við daghlaðið „Vísir“, og í nokkur ár var hann ritstjóri söngmálahlaðsins „Heimir" (S.Í.K.) I stjórn Sin’fóníuhljómsveitar Islands álti hann sæti tilnefndur af hæjarráði Reykjavíkur. — Eftir hann liggja margar greinar um tón- list. Hér skaI aðeins minnt á kaidann um ísllenzka tónilist í Ny Musik i Norden, kaflann um tónsmiíðar og tónlistarstörf Bjarna Þorsteins- sonar í Ómar jrá tónshálds œvi og ritgerðina *um Sveinhjörn Svein- hjörnsson í Arbók Landsbókasafnsins 1953—1954, (sérprentuð og endurprentuð í ritsafninu Merkir íslendingar). Baldur samdi nokkur tónverk og 'hafa sum lög hans verið prentuð og sungin. Hann var mikilil mannkostamaður. P. II. ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.