Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 27

Organistablaðið - 01.04.1972, Blaðsíða 27
AXEL BUCHARDT 6. marz 1897 — 2. okt. 1971 Axel Buchardt er látinn. — Ég liitti hann síðast á 9. norræna kirkjutóniistarmótinu í Noregi 1965. Þá hittist svo iá, aS viS sátum stundarkorn saman úti undir kirkjuvegg í Fridriksstad. Við spjölluðum saman um nor- rænu kirkjutónlistarmótin o. fl. Hann var þá í þann veginn að undirbúa ferð sína til Rhodos. Hann ferðaðist mikið og jók þannig stöðugt þekkingu sína á mönnum og málefnum. Dr. Sören Sörensen segir frá ferðaþrá hans í minningargrein um liann á þessa 'leið: „Hans impulsive trang til at improvisere pá rejser for at opleve sá meget som muligt kan illustreres ved et enkelt træk fra den 5. nordiske kirkemusikermöde pá Island i 1952 (hvor han for de skandi- naviske deltagere fungerede som en perfekt rejseleder). Mödet i Reykjavik og udflugterne Iherfra gav han smag pá mere, og efter forgæves at have forsögt at overtale os andre til at tage rned, tog han ene mand med fá timers varsel den andetrengende tur i bus til det nordlige Isiland, Akureyri og Myvatn, og kom tilbage spækket med oplevelser af den islandske natur og det islandske folkeliv.“ Axel Buchardt varð organisti við Taarbæk kirkju 1919 og gat haldið upp á 50 ára starfsafmæli við sömu kirkju. En þess háttar afmæli eru sjaldgæf. — Sem organisti var Budhardt fyrsl og fremst hinn skyldurækni embættismaður. Meðal danskra organleikara var hann mikils metinn fyrir störf sín að félagsmálum þeirra. Hann eat í stjórn D.O.K.S. í 24 ár, lengst af sem ritari, ætíð reiðubúinn og alltaf ráShollur. Áhugi hans á samvinnu norrænna kirkjutónlistarmanna og störf hans á þeim vettvangi öfluSu honum vinsælda bæði heima fyrir og utan Danmerkur — einnig hér á íslandi. „ „ ORGANISTABLAÐIÐ 27

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.