Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 4
Þekktastur var Friðrik fyrir tónsmíðar sínar. Þegar hann hóf
söngkennslu voru „Jónasarheftin" nær eingöngu notuð, öðru var
vart til að dreifa. I 'þeim voru nær eingöngu útlend lög, mest við
'þýdda texta, sem féllu misjafnlega að lögunum. Hann hafði veitt
því alhygli, að nágrannaþjóðirnar bjuggu mjög að sínu í þessu efni,
og fór að hugleiða hvort við Islendingar gætum eigi allteins samið
okkar lög sjálfir eins og að fá 'þau lánuð erlendis frá. Þessar bolla-
leggingar höfðu heillaríkar afleiðingar og 'árið 1918 komu út 2
fyrstu og einhver þau heztu af lögum hans: „Fyrr var oft í koti kátt"
og „Hafið, bláa hafið", sem urðu brátt landfleyg.
Af tónsmíðum Friðriks hafa komið út 7 sönglagahefti með alls
52 lögum, einnig 10 orgellög. Auk iþess gaf hann út, ýmist einn eða
með öðrum 7 hefti af skólasöngvum og handbók söngkennara. Loks
tók hann og Páll Halldórsson saman „Nýtt söngvasafn handa s!kól-
um og heimilum" (1949).
Friðri'k Bjarnason er eitt vinsælasta tónskáld iþjóðarinnar og sum
lög hans 'kann hvert mannsbarn í landinu. Stíll hans er sérstæður,
en þó þjóðlegur. Höfuðeinkenni hans er léttleiki og fínleiki. Ein
'œnni á flestum íslenzkum tónskáldum, a. m. k. þeim, sem lítillar
menntunar hafa notið, er sá, að lög iþeirra eru angurvær, þung-
lamaleg, oftast í moll, raunaleg. Þetta er víst eðlislægt hjá okkur
Islendingum og á rætur í löngum skammdegisnóttum, myrkri og
vondum veðrum. — Friðrik er allt öðruvísi. Hann sló á nýjan
streng strax með fyrstu lögum sínum. Það er hjart yfir þeim, þau
eru laus við væmni, skynsamleg, hnitmiðuð, en fela þó í sér undir-
öldu ríkra tilfinninga, einföld í framsetningu og vel raddsett. Sem
tónskáld fyrir æskulýðinn stendur Friðrik fremstur allra íslendinga
og minnir á Felix Körling hinn sænska, þótt iþeir séu í ýmsu ólíkir.
Sem dæmi má nefna: „Fyrr var oft í koti kátt" og „Syngjum glaðir
göngusöng". Einkar hug]>ekk eru líka sum lög hans við náttúru-
lýsingartexta og stemningar, svo sem „Hafið, bláa hafið", „Hvíl
mig rótt", „Hrím", Fjallahyggð" og „A fjöllum friður". Þá eru
ek'ki síðri lög með iþjóðsagnablæ, eins og „Hóladans", „Rökkvar
í hlíðum" og „Abba lahba lá". — Hin prentuðu sönglög Friðriks
eru að mestu útseld. Mörg lög hans eru í handriti, en eiga efalaust
eftir að verða vinsæl við kynningu. Sum af lögum hans eru orðin
kunn erlendis og hafa birzt í sönghókum á Norðurlöndum.
Kona Friðriks var Guðlaug Pétursdóttir (fædd 12. nóv. 1879,
4 ORGANISTABLAÐIÐ