Organistablaðið - 01.09.1972, Síða 5

Organistablaðið - 01.09.1972, Síða 5
dáin 18. okt. 1966), hreppstjóra á Grund í Skorradal, Þorsteinsson- ar. Þau Friðrik eignuðust eina dóttur, er dó ung. Frú Guðlaug var hlédræg, en listfeng gáfukona, sem var manni sínum traustur fé- lagi í erfiðu og erilsömu starfi. Á fyrri árum kenndi hún teikningu við barnaskóla Hafnarfjarðar. Einnig kenndi hún um langt ekeið handavinnu í einkatímum. Hún var ágætlega skáldmælt og samdi Friðrik lög við mörg Ijóða hennar, oft var það lika, að hún samdi Ijóð við lög hans. Helzta lag/ljóð þeirra er héraðssöngur Hafn- firðinga: „Þú hýri Hafnarfjörður“, hugþekkt ljóð við tígulegt lag Friðri'ks, sem allir kunna og syngja á mannfundum. Friðrik 'hafði mikinn áhuga á náttúrufræði og sögu: Mörg spor áttu 'þau hjónin um óbyggðir Reykjanesskagans, Friðrik var tal- inn þekkja flestum hetur örnefni þar og náttúru. Síðustu æviárin hjuggu hjónin á ellideild „Sólvangs“ í llafnar- firði. Þar höfðu iþau rúmgóða stofu með eigin húslóð. Áður en þau fluttu 'höfðu þau gefið Hafnarfjarðarbæ svo til allar eigur sínar. Nótna- og bókasafn þeirra fór í bókasafn Hafnarfjarðar og er þar nú starfrækt sérstök tónlistardeild með nótnabóka- og hljómplötu- útlánum. Deildin ber nafn hans, „Friðriksdeild“. Einnig var af gjafa- íé þeirra stofnaður sjóður til styrktar og eflingar söngmennt í Hafn- arfirði. Á áttræðisafmæli Friðriks var lionum margvíslegur sómi sýndur. Ræjarstjórnin 'liafði látið gera málverk af þeim hjónum, sem afhent var þann dag. Helgilónleikar voru haldnir í Hafnarfjarðarkirkju. IJar voru flutt eingöngu lög eftir Friðrik. Þeir tónlcikar voru síðar endurteknir í dómkirkjunni í Reykjavík á vegum F.Í.O. Friðrik andaðist að „Sólvangi“ 28. maí 1962, en Guðlaug lifði niann sinn um rúm 4 ár, dáin 1966 sem fyrr scgir. Þau voru jarð- sett í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Friðrik var sérstæður persónuleiki, eftirminnilegur við fyrstu sýn hvað þá nánari kynni. Hann var lundfastur og trúr köllun sinni, þótt oft blési óbyrlega. Brautryðjendastarf er alltaf erfitt. — Hann sagði eitt sinn: „Við Islendingar eigum að lilúa að fþví, sem íslenzkt er. Hinir — þ. e. útlendingar — sjá um sig og sína menn. Ef við sjálfir leggjum ekki neina rækt við tónlistarviðleitni okkar, er naum- ast að vænta þess, að aðrir geri það.“ — Friðrik lagði merkan skerf tii íslenzkrar tónlistar og til ræktunar henni. Páll Kr. PAlsson. ORGANISTAIiLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.