Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 7
Til þessara kirkjusöngshátíða hefur verið venja að bjóða einum
fulltrúa frá ihverju hinna Norðurlandanna. Formanni Kirkjukóra-
sambands íslands, Jóni ísleifssyni, var boðið að vera fulltrúi Islands
á iþessari kirkjutónilistarhátíð. Þar sem hann sá sér ekki fært að
taka þessu iboði, óskaði hann eftir því að undirrituð yrði fulltrúi
kirkjukórasambandsins í hans stað. Ákveðið var að sækja mótið í
Kristianstad, íþar sem það hafð'i minnstan ferðakostnað í för með sér.
FuHtrúi Dana var dómorganistinn Richard Sennels og Finna próf.
Helge Nyman. Norðmenn sendu ekki fulltrúa til Kristianstad heldur
til Visby. Þátttakendur í Kristianstad voru 1.105 fullorðnir og 220
börn og unglingar.
Föstudaginn 16. júní kl. 19.00 var mótið sett í Heliga Trefaldig-
hetskyrkan (en þar fóru allir tónileikar bátíðarinnar fram). Bisk-
upinn í Lundi, Olle Nivenius, hélt setningarræðu mótsins. Þar voru
einnig flutt bæði gömul og nýskrifuð verk, m. a. eftir Hovland.
Um kvöldið kl. 22.30 voru haldnir fyrstu tónleikar mótsins. Á
efnisskránni voru eingöngu nýsamin verk, sum mjög athyglisverð,
m. a. eftir T. Nilsson, M. Karkoff og S. Salonen.
17. júní, aðaldagur mótsins rann upp bjartur og fagur, fáni ís-
ilands, ásamt fánum Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, blöktu
við hún á höfuðtorgi borgarinnar.
'Kl. 12.00 voru útiiMjómleikar fyrir utan Tónlistarhöllina. Þar
var flutt bæði kirkjuleg og veraldleg tónlist.
Að hljómleikunum loknum var 'hinum norrænu fulltrúum ásamt
'þeim biskupum sem mótið sóttu, auk nokkurra annarra gesta, boðið
til hátíðlegrar veizlu. Meðal iþeirra, sem boðnir voru, var hinn gagn-
merki guðfræðingur og tónlistarmaður, Gústaf Aulén, en hann er
nú á 94. aldursári. Gestirnir sýndu mikinn 'áhuga á því að fræðast
um Island og þá sérstaklega það, sem varðar kirkjutónlist og trúar-
líf íslendinga. í þessum fagnaði veittist mér tækifæri í ávarpi að
skýra frá starfsemi Kirkjukórasamlbands Islands og flytja kveðjur
'þess til hinna sænsku gestgjafa.
Að þessari veizlu lokinni, var haldið til kirkjunnar, en þar voru
tónleikar kl. 15.00. Að þessu sinni var eingöngu flutt rómantisk
tónlist, m. a. verk eftir Brahms og Verdi, auk messu í c-moll eftir
Bruckner fyrir 8 radda blandaðan kór, ásamt 15 blásurum, sem
mikla hrifningu vakti.
Næstu tónleikar voru haldnir tæpum þremur tímum seinna kl. 19.00
ORGANISTABLAÐIÐ 7