Organistablaðið - 01.09.1972, Síða 10

Organistablaðið - 01.09.1972, Síða 10
PÁLL KR. PÁLSSON sextugur Páll Kr. Pálsson er fæddur í Reykjavík 30. ágúst 1912. Hann stundaði nám í Tónlistarskólan- um í Reykjavik, fór síðan utan til framhaldsnáms, dvaldist í Edinborg og nam orgelleik lijá Harrick Bunney organleikara við dómkirkjuna í Edinborg. Söngstjórn og komposition lærði Páil lij'á dr. Hans Gál prófessor við liáskólann í Edinborg. Enn- fremur stundaði Páll frambalds- nám i Danmörku og Svíjtjóð. Hin ágæta tóniistarmenntun sem Páll aflaði sér iiefur komið lion- um að góðum notum við hin mörgu tónlistar- og ábyrgðarstörf, sem hann hefur síðan unnið við góðan orðstír. Páll var skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar frá stofnun 1950, en lét af iþeim störfum síðastliðið ár. Hann var tónlistarkennari við Gagnfræðaiskólann Flensborg, Hafnarfirði frá 1949. Kenndi við guðfræðideild Háskóla Islands, Söngskóla þjóðkirkjunnar og Kenn- araskóla íslands. Tónlistarkennsla hefur verið Páli mikið ábugamál og hefur hann lagt iþeirri kennslugrein lið, meðal annars með eftirfarandi ritum: Handbók söngkennara, Ágrip af tónlistarsögu fyrir miðskóla, Tón- fræði fyrir miðskóla og Barnasöngvar, 30 lög samantekin og radd- sett við iljóð eftir Stefán Jónsson. Páll hefur verið organleikari við Hafnarfjarðarkirkju og Bessa- staðakirkju frá 1950. Að sjálfsögðu 'hefur hann einnig verið söng- stjóri kirkjukóranna við áður taldar kirkjur, en þar fyrir utan hef- ur bann stjórnað ýmsum kórum. Hann starfrækti og stjórnaði barna- 'cór útvarpsins 1949—51. Einnig stjórnaði bann Samkór Reykjavík- ur um eins árs skeið, söngstjóri karlakórsins Prasta í Hafnarfirði nokkur ár og Lögreglukórs Reykjavíkur frá 1950. Páll Kr. Pálsson var einn af stofnendum Fólags ísl. organleikara 10 organistablaðið

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.