Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 11
17. júní 1951. Hann var kosinn ritari í stjórn félagsins á stofnfundi
og gengdi því starfi óslitið til ársins 1965, en tók íþá við stöðu for-
manns þegar dr. Páll ísólfsson lét af formennsku í félaginu. For-
maður F.l.O. var Pá'll síðan þar til á síðasta aðalfundi félagsins er
'hann baðst eindregið undan endurkosningu.
Sem ritari og formaður F.I.O. hefur Páll átt iþátt í því að móta
félagið frá upphafi og beina starfsemi þess í rétta átt, til hags fyrir
organleikara og kirkjutónlistina í landinu.
Fyrir hönd félaga í F.I.O. vil ég þakka honum ágætt starf í þágu
félagsins a'Mt frá stofnun þeas og óska honum velfarnaðar á ókomn-
um árum. Lifðu heill.
Jón G. Þórarinsson.
TIL SÖLU ER LÍTIÐ
PÍPUORGEL
sem nú er í notkun í Háteigskirkju í Reykjavík, og a
að víkja á nœsta vori íyrir stœrra hljóðíœri. OrgeliS
er frá fyrirtœkinu „Steinmeyer & Co." í Þýzkalandi,
heíur íjórar raddir og er án fótspils. Þetta orgel hentar
mjög vel í litlar kirkjur. Áœtlað verð 400 þúsund kr.
Allar upplýsingar veitir organisti Háteigskirkju
Martin Hunger, Mávahlíð 1, Reykjavík. Sími 25621.
ORGANISTABLAÐIÐ 11