Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 14
Dr. RÓBERT A. OTTÓSSON sextugur 17. maí 1972 Sjaldan hefur annan eins happa- feng rekið á fjörur íslenzks tón- lislarlífs og/hauslið 1935, er lló- ibert Abraham Ottóson fluttist hingað til lands og settist að á Akureyri. 'Hafði hann iþá lirak- izt frá heimalandi sínu undan ofsóknum nazista og eftir stutta dvöl á danskri grund, leitað á náðir íslendinga. Dr. Róbert gerðist snemma all umsvifamikill í tónlistarlífi Ak- ureyringa og ekki styttist vinnu- dagurinn er hann fluttist til Reykjavikur árið 1940. Störf dr. Róberts eru bæði mikil og margvísleg. Sennilega mun hann Iþó aldrei iiafa náð til fleiri hjartna en er hann hefur sveiflað tónsprotanum, hvort sem hann hefur Iþá staðið frammi fyrir Sinfóníuhljómsveit Islands, eða leitt mismunandi raddir margra mann^barka saman í farveg fullkomleikans. Hér vil ég þó fyrst og fremst, í nafni Félags íslenzkra organleikara, þakka dr. Róbert íyrir störf lians í þágu íslenzkrar kirkjutónlistar. Síðan dr. Róbert var skipaður söngmálaistjóri þjóðkirkjunnar hef- ur hann helgað sig kirkjutónlistinni fyrst og frernst. Hann hefur verið óþreytandi að útsetja sálmalög og stuðla á ýmsan hátt að fjöl- breyttara og fegurra guðþjónustúhaldi. Vísindastörf dr. Róberts eru víðkunn. Nægir þar til að nefna doktorsritgerð hans um iÞorlákstíðir. Sýndi það val Iians á rilgerðar- efni nokkra dirfsku, því ekki nægði tónlistarkunnáttan ein til þess verks, heldur þurfti einnig til mikla kunnáttu og tilfinningu fvrir íslenzku máli. En dr. Róbert sýndi þar og sannaði að hann hafði ekki ofmetið sjálfan sig, enda mun óhætt að fullyrða að margur borinn og harnfæddur íslendingurinn, að menntamönnum meðtöldum, mætti þakka fyrir þá kunnáttu í meðferð tungunnar, sem hann hefur. Á engan er hallað, þótt sagt sé að dr. Róbert eé einn bezt mennt- 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.