Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 16
Þessi saga verður ekki véfengd. Allar samtíma kroníkur (fleiri en 20) skýra frá 'þessari gjöf, sem einum markverðasta atburði ánsins 757. Allir sagnaritararnir geta þess, að orgelið hafi verið óþek'kt í Frakklandi, Iþótt áreiðanlega hafi það hljómað á sínum tíma í Amphlileikhúsinu þar í landi. Þetta sýnir, hve orgelið var gersam- lega fallið í gleymsku. Ekfci er mikið vitað um þetta orgel. Það hefur að öllum líkind- um verið af sömu gerð og hallarorgelin í Bysanz, þ. e. a. s. belgorgel hlaðið gulli, silfri og eðalsteinum. Orgelinu var upphaflega komið fyrir í höllinni í Compiégne. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Karl mikli, sonur Pippins, hefur flutt orgelið með sér til Achen, er hann varð konungur þar. Frásögn munks'ins Notker Bal'bulus um að Karl 'hafi fengið orgel að gjöf frá Konstantinopel hefur ekki við næg rö'k að styðjast. Aftur á móti fékk hann merkilega klukku að gjöf þaðan. Að öllum lík- indum hefur Notker Balbulus ruglað þeirri gjöf saman við orgel Pippins litla. Lýsing munksins á orgelinu hefur aftur á móti gildi, þar sem hún gæti átt við hið sögufræga orgel. Samkvæmt þeirri lýsingu var um að ræða orgel með mörgum belgjum úr sterku leðri, pípum úr 'kopar eða hronzi og a. m. k. þremur mis- munandi röddum. Þetta orgel glataðist af óþekktum orsökum, ásamt ýmsum öðrum dýrgripum. Hvenær iþað gerðist er ekki vitað. Árið 826 barst Ludvig hinum guðhrædda, syni Karls mikla, til eyrna orðrómur um prest einn í Feneyjum, Georg að nafni, sem kynni þá list að smíða orgel. Þennan prest kallaði Ludvig til Achen, fékk honum ríkuleg efni og fé til umráða og fól honum að smíða orgel. Þannig gerðist það innan hal'larveggjanna í Achen að orgel var aftur smíðað á Vesturlöndum eftir 4—5 hundruð ára hlé. Þessi feneyski prestur er að mörgu leyti þokukennd persóna. Þó er ýmislegt augljóst í frásögninni. Hann lofaði orgeli eftir grískri fyrirmynd. Á ])essum árum var náið samband milli Feneyja og Konstantinopel og má því ætla, að Georg hafi fengið 'kunnáttu sína 'þaðan. Orgelið hefur áreiðanlega verið margradda helgorgel með gullnum píj)um. Á 'þessum árum voru eingöngu smíðuð belgorgel. Saga vatnsorgelsins var liðin, þótt heitið organum hydrolicum væri oft notað. I ýmsum ritum má sjá að menn voru farnir að gera sér alrangar hugmyndir um vaíni3orgelið. :Sumir ihéldu jafnvel að vatn hefði verið látið renna gegnum pípurnar til að fá hinn rétta tón. 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.