Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 17
OrgeliS verSur hljóðfœri kirkjunnar.
Það' er engum vafa undirorpið, að orgel Pippins Iitla og Ludvigs
guðhrædda, voru eingöngu veraldleg hljóðfæri og notkun }>eirra
tengd hinu konunglega glæsilífi.
Ekki er vitað, ihvenær orgelið komst inn fyrir veggi kirkjunnar.
Skömmu eftir þá sögulegu atiburði, sem getið 'hefur verið um, var
skyndilega farið að tala um kirkjuorgel í heimildum og svo undar-
legt sem 'það kann að virðast, hverfa ummæli um hið veraldlega
orgel að fullu næstu þrjár aldir. Orsa'kir þessara umskipta verða
aðeins ráðnar af Iíkum.
Vafalaust hefur Georg prestur skilað kunnáttu sinni áfram og
iþá auðvitað til iþeirra manna, sem ihöfðu næga þekkingu og lær-
dóm til að geta unnið slíkt nákvæmnisverk, að smíða orgelpípur og
stilla þær eftir ákveðnum tónskala. t>að hlýtur að' hafa verið 'þessum
mönnum, sem auðvitað voru munkar, mikil freisting að taka þetta
merkilega hljóðfæri í þjónustu klauslranna og ílest bendir til þess,
að þar liafi saga kirkjuorgelsins ihafizt. Varla er það tilviljun, að
fyrstu skrifuðu 'heimildirnar um notkun orgelsins í guðsþjónustu eru
lcomnar frá klaustrunum. Þær eru frá 10. öld.
Árið 915 stofnaði greifi einn, Atton að nafni, klaustur til dýrðar
'heilögum Appoloniusi og gaf því orgel ásamt öðrum dýrgripum.
Um svipað leyti gaf iheilagur Dunstan, sem síð'ar varð erkibiskup af
Kantaraborg, orgel til klausturisins í Malmesburry. Skv. áletrun, sem
fylgdi orgelinu, var hverjum þeim, er gerði tilraun til að fjarlægja
það hótað ibannfæringu. Þetta orgel var gefið til minningar um heilag-
an Aldhelm (640—709), en hann ihafði iþráfaldlega getið um orgel
í ritum sínum. Sögulega staðfestar iheimildir geta um orgel í klaustr-
unum St. Ulrich í Augsburgh (1060), Wittenberg (1077) og Cora
við Salerno (1092). Þessi þróun orgelsögunnar gerðist norð'an Alp-
anna, langan veg frá Róm og um leið langan veg frá bæstu yfir-
völdum kirkjunnar, sem voru enn sem fyrr fjandsamleg allri hljóS-
færatónlist.
ÁriS 873 fór Jóhannes páfi VII. fram á )það við Hanno von Freising,
erkibiskup í Bayern, að liann útvegaði orgel og góðan organista til
Rómar, þar sem slíkt 'hljóðfæri væri sérlega beppilegt til tónlistar-
kennslu. Þetta gefur vísbendingu um að orgelið hafi þokast inn
fyrir veggi kirkjunnar eftir Iþeirri leið.
Því miður eru skriflegar beimildir um útbreiðslu orgelsins á 10.
ORGANISTABLAÐIÐ 17