Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 18
og 11. öld mjög fátæklegar og allt fram á 14. öld oft tilviljunar kenndar og óáreiðanlegar. Aftur á móti sýna heimildir, svo ekki verður um villst, að hugtakið „kirkjuorgel" festir meir og meir rætur Á 13. öld kepptust allar stórar kirkjur við að láta smíða ný orgel eða stækka 'þau sem fyrir voru: Erfurt (1266), Bonn (1230) 'Prag (1255), Exeter (1256), Barcelona (1259), Straesburg (1292) París (1299) og Basel (1303). Um aldamótin 1300 var orgelið komið í flestar kirkjur í borgum og bæjum Vestur-Evrópu. Einnig var það komið í fjölda klaustra. Það er því orðin staðreynd að orgelið var orðið bljóðfæri kirkjunnar, þótt sú etaðreynd hefði ekki lagalega stoð. Á 14. öld er fyrst getið iim að orgelið bafi verið vígt til þjónustu í kirkjunni. Deilum um orgelið var samt tíkki að fullu lokið. Þannig leyfði ikirkjuþingið í MiJanó (1287) orgelið sem >hið eina kirkjuhljóðfæri, um leið og „generalkapkulinn" í Ferrara bannaði orgelleik í guðs- 'þjónusturn. Flestir kirkjunnar menn viðurkenndu samt orgelið. Fransisknsarmunkurinn Galles du Zamora skrifar: „Sérstaklega hent- ugt er hljóðfærið með hinum mörgu pípum. Kirkjan þarfnast að- eins iþessa eina hljóðfæris fyrir hina mismunandi söngva, prosa, seqensur og hymna. Vegna misnotkunar hins spilandi flökkulýðs eru öll önnur hljóðfæri bönnuð." Hinn mikli heimspekingur og guð- fræðingur Tomas von Aquino segir: „Orgelið ilyftir sálunum í hæðir." Framhald. FELAGSMENN ATHUGIÐ Það gæti stuðlað að fjölbreytni blaðsins ef okkur bærist meira ofni frá félagsmönnum. Því er það áskorun okkar að J)ið sendið efni til birtingar í blaðinu. Allt efni, sem snertir hina félagslegu baráttu er vel þegið. Einnig væri æskilegt að fá sem flesta til að leggja orð í belg um starf okkar að kiíkjutónlistarmálum. Nýtt pósthólf félagsins er 5282. Ritnefndin. 18 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.