Organistablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 22
messa. Að þessu sinni var í fyrsta
sinn notað klassiskt messuform með
altarisgöngu í messunni. Organistan-
um var gefið tækifæri, að taka ferm-
ingarbörn í sértíma, til þess að út-
skýra fyrir þeim messuformið og vekja
skilning þeirra á því. Auk þess færð-
ist mikið líf yfir kirkjukórinn með
því að æfa óvant messuform.
Rut MagnúsdótÚT.
Kálfat/arnarkirkfa.
Sunnudaginn 25. júní var kirkju-
dagur í Kálfatjarnarsöfnuði. Guðsþjón-
usta var kl. 14.00 í kirkjunni Sr. Guð-
mundur Óskar Olafsson prédikaði, en
söngfólk úr GarSakórnum, GarSa-
hreppi og Kirkjukór Kálfatjarnar-
kirkju söng undir stjórn Jóns Guðna-
sonar, organleikara.
HveragerSiskirkja.
Þann 29. júní, kl. 21.00 voru
haldnir tónleikar í hinni nývígðu
kirkju í HveragerSi. Sigurveig Hjalte-
sted og Jón H. Jónsson sungu ein-
söng. Sólveig Jónsson lék einleik á
slaghörpu og Páll Kr. Pálsson lék ein-
leik á orgel. Kirkjukórar Hveragerð-
is og Kotstrandarsókna sungu undir
stjórn Jóns H. Jónssonar. Tónleik-
arnir voru haldnir til eflingar pípu-
orgelsjóSi kirkjunnar.
Kirkjukórasamband íslands.
Aðalfundur kirkjukórasambands
íslands var haldinn í 1. kennslustofu
Háskólans 21. júní sl. Fundinn sátu
17 fulltrúar frá 15 kirkjukórasambönd-
um, auk söngmálastjóra Þjóðkirkjunn-
ar, Róberts A. Ottóssonar, og aðal-
stjórnar K.í.
I skýrslu formanns, Jóns Isleifsson-
ar, kom fram, að 6 tónlistarleiðbein-
endur hefðu starfað á vegum sambands-
ins sl. starfsár í 4 kirkjukórasam-
böndum. Þrjú sambönd efndu til söngs-
móta á árinu. þ. e. Árnes-, Borgar-
fjarðar- og Þingeyjarprófastdæmi. —
Auk þess að hafa fjölmargir kirkju-
kórar staðið fyrir samsöngvum og
kirkjukvöldum í sínum byggSarlögum.
A þessu starfsári var gengið endan-
lega frá aðild Kirkjukórasambands
Islands að Sambandi norrænna kirkju-
tónh'starmanna.
A fundinum var skipuð nefnd til
að endurskoða lög sambandsins.
Stjórn K.í. skipa nú: Formaður Jón
ísleifsson, organleikari Reykjavík, rit-
ari frú Hrefna Tynes, Reykjavík
gjaldkeri Finnur Árnason. fulltrúi,
Hafnarfirði, séra Sigurður Kristjáns-
son, ísafirði, Jakob Tryggvason, org-
anleikari, Akureyri, séra Einar Þór
Þorsteinsson, Eiðum og Eiríkur ísaks-
son, fulltrúi, Rauðalæk Rangárvalla-
sýslu.
Ýmsar fréítir.
Árni Bjbrnsson, tónskáld, hlaut ný-
lega 1. verðlaun í norrænni samkeppni,
sem danska útvarpiS efndi til um lúðra-
sveitarverk, annars vegar fyrir tré-
blásturshljóðfæri og hins vegar málm-
blásturshljóðfæri.
VerSIaunaverk Arna nefnist: „Frum-
samiS stef og tilbrigSi í íslenzkum
þjóSIagastíl", og er samið fyrir tré-
blásturshljóðfæri. Verkið tekur innan
við 10 mínútur í flutningi svo sem
kveðið var á um þau verk, er bárust
í þessa samkeppni.
Verðlaunin voru 6000,00 danskar
krónur (um 75.000,00 ísl. kr.), og var
verkiS frumflutt í danska útvarpinu
hinn 18. júlí sl.
22 ORGANISTABLAÐIÐ