Organistablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 3
KIRK JU ORGANLEIK ARI í 45 ÁR. Þegar Hjalti á Æsustöðum, eins og llnum er venjulega kall- aSur í Mosfellssveit, lætur af störfum kirkjuorganleikara eftir 45 ára þjónustu, lilýtur þeim, sem notið hafa starfskrafta hans, að vera þakklæti efst í Iiuga. Hann lliefur svo sannarlega gegnt liér starfi söngstjóra og organleikara lengur en nokkur annar, og bið gæti orðið á því, að framvinda ■sögunnar bæri okkur í íþessum byggðarlögum annan, sem svo lengi rækti þet.a starf og það einatt við fyllstu sæmd. Með frábærri skyldurækni hefur bann innt af bendi þessa vandasönm þjónustu siðan hann var 15 ára gamall. Starf kirkjuorganleikara bér á landi frá upphafi va;ri annars næsta hnýsilegt könnunarefni, ef einlhver vildi stíga upp úr elfi hraðans og staldra við á bakkanum lil að gefa því gaum. Það er andlegt starf að vera kirkjuorganleikari og krefst, að i þjónustuna sé lagður líkami og sál. Ef cinhverjir hafa brunnið í andanum og lifað í hug- sjón, cru það þessir menn. Þar var ek'ki spurl um laun utan þau, sem vilundin um að haifa gjört sitt bezta felur í sér. Þar þekkist ekki hugtakið límaskortur, og ‘þeir hafa aldrei kunnað að nota orðið erfiðlcilcar. Jónas á Grænavatni, sein 56 ár var organleikari við Skútustaðakirkju og gegndi forystuhllutverki i söngmálum byggðar- lagsins, svo að áratugum skipti, að líkindum án tímanlegs endur- gjalds, sagði um sína þjónustu — er hann var spurður hvernig hann annaði þessu öllu; Á einhverju verður maður að lifa. Þannig hefði Hjalti Þórðarson líka getað komizt að orði. Maður, sem ekki lætur ibíða eftir sér. Maður, sem var organleikari að köllun. Maður, sem jafnan endurlifði 'bernskudraum sinn við hljóðfærið. Maður, sem aldrei skcikar um smékkvísi, áreiðanleik og háttprýði, hvort sem viðfangsefnið er stórt eða smátt. ORGANISTAUI.AÐIÐ ö

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.