Organistablaðið - 02.06.1973, Qupperneq 1

Organistablaðið - 02.06.1973, Qupperneq 1
ORGANISTABLAÐIÐ NR 1 JÚNÍ 1973 6. ÁRG. ER ÞÖRF AÐ BREYTA ÍSLENZKA MESSUSÖNGNUM? Fundur í F.Í.O. 11. marz 1973. Á síðastliðnum vetri gekkst F.I.O. fyrir fundi Iþar sem rætt var um einraddaðan kirkjusöng. Á þann fund voru boðnir fulltrúar frá 'þeim aðilum er að kirkjunni standa s. s. prestum, kirkjukórum, safnaðarstjórnum o. s. frv. Náðist þar veruleg samstaða er hefur borið árangur á þeim tíma er liðinn er síðan. Hefur verið gerð grein ifyrir þessum fundi hér í blaðinu áður. Fundurinn um breytingar á messusöngnum var hugsaður sem n.k. framhald iþessa fundar. Biskup Islands, hr. Sigurbjörn Einarsson, hafði framsögu um málið og fer liér á eftir útdráttur úr ræðu hans. Biskupinn hóf mál sitt á því að þakka félaginu fyrir boðið. Ra'kti 'hann síðan í stuttu máli sögu kirkjutónlistarinnar allt frá upphafi kristninnar og söngarf frá Gyðingum, sem í upphafi hefði verið not- aður og mótað hefði mikið kirkjusöng kristinna manna. Smátt og smátt bættist þó við eigið efni, ritað og bundið. En söngur og tón- Hst hafa fyilgt kristninni frá upphafi, og þegar skyggnst er yfir landamæri lífs og dauða með hjálp biblíunnar, kemst maður að ' því að þar er sungið. Þar eru syngjandi hersveitir himnanna. í Pre- fatiunni (þakkarbæn) kemur þetta vel frain þar sem segir: „Og þess vegna með englunum og höfuðenglunum, með tignunum og drottinnvöldunum ásamt með öllum liimneskum hersveitum syngjum vér lofspnginn þinnar dýrðar, óaflátan- lega segjandi: Hallel[i{a; haíÍelújnj halllelújá.‘| . vi 3123 5 O ISLANSií

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.