Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 2
Á meðan kirkjan lifir, deyr ekki söngur hennar. Meðan hann verkar ekki iþungur, niðurdragandi og gleðilaus er a 111 í lagi. Söngur er samstilling huga og orða. Hugur, tunga, ihjarta og raust verða að fylgjast að. Ek'ki má gleyma þwí, að livert sinn er idjómur kirkju’klukku kallar, ljós er tendrað á altari eða orgelleikarinn stillir inn tóna orgelsins er verið að minnast upprisu Krists. Hver sunnudagur er i rauninni j)áskadagur, fagnaðarhátiið, sigur Krists yfir dauðanum, ljóssins yfir myrkrinu. Almenn þátttaka kirkjugesta í guðslþjónustunni er ekki nægileg. Ordinaría (hinir föstu liðir) messunnar ættu að vera fyrir söfnuðinn. Kórinn ætti aðeins að vera forsöngvari, einnig í messusvörum. Söng- ur, eða tón prestsms gegnir tvílþættum tilgangi: Að vera sérstakur hátíðaflutningur orðsins en einnig til að orðið 'berist betur. Með ilieílgiisiðabókinni frá 1934, var tón prestsins bæði aukið og stytt. iHætt var að tóna pistiil og guðspjall en víxlsöngur í uppihafi og enda guðsiþjónustu aukinn. Sigfús Einarseon sarndi víxlsöngvana og hefur sjálfsagt ætlast til að söfnuðurinn tæ'ki undir. En þar sem að kirkju- 'kórar flytja svörin yfirleitt fjórrödduð, befur það ©kki verið gert. Sigfús samdi sitt tón eftir tóni því er Pétur Guðjónsson innleiddi nær 100 árum áður, eða um 1840. iÞað tón var aftur samið eftir tóni því er Daninn Wiberg samdi. iHætt var að nota tón Wibergs í Danmörku upp úr 1918, er Thomas Laub kemur til sögunnar með tón er nú 'er notað þar í landi og víðar ásamt tóni því er Jens Peter Larsen tók saman samkvæmt Gregorstóni og prentað er í dönsku messusöngbókinni frá 1954.. íslendingar eru mjög fastlhe'ldnir. Festa er nauðsynleg, en stöðn- un má ekki eiga sér stað. Hinn lítúrgíski söngur síðaldar er enginn jíostullegur arfur, sem ekki má hrófla v.ið. Víst er að ungt fól'k hefur ekki sama smekk og afar okkar og ömmur. Að sjálfsögðu má ekki hlaupa með írafári eftir hverri tizku, en alls ekki má loka kirkjunni fyrir unga fólkinu. Breytinga er þörf, en bezt er að flýta sér hægt. Samvinna allra aðila kirkjunnar er nauðsynleg. Nýja sálmabókin er spor í rétta átt. Hún er lítúrgís'kari en sú fyrri og .sálmasöngbókaviðbætir mun bæta enn. Fjölröddun sálma og messusvara gefur kirkjugestum e. t. v. til- finningu fyrir konsertflutningi, sem ekki megi skemma. F.leira get- ur líka 'komið til greina en söngur. Víxita'l getur verið fagurt og 2 ORGANISTAIU.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.