Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 3
engin goðgá er að prestur lesi tónlbæn. Einnig mætti einsöngvari flytja tón prestsins. Er biskup hafði lokið máli sínu var gert kaiffihlé og Ihlýddu menn um leið á hljómplötu með sýnisborni af norskum messusöng frá 1965 er verið var að gera tilraunir með í Noregi. Hafði biskup komið meö plötuna og þótti fundarmönnum hún athyg'lisverð. Voru síðan frjálsar umræður og komu fram ýmsar skoðanir og Hiugmyndir. Mun ég ekki re'kja gang umræðnanna nákvæmlega en reyna að draga aðalatriði úr og gera nokkra grein fyrir þeim. Margir ræðumanna ilýstu gleði sinni yfir 'þvi, að biskup vildi að organistar hefðu forgöngu um úíbætur og nýjar leiðir. Þó væri 'það ekki ihægt nema imeð góðu samstarfi við presta. Það hamlaði iþó mjög, hve fáir prestar eru ilæsir á nótur og 'því erfitt um vik 'með ný tónlög. Nótnalestur er kenndur við guðfræðideild Háskól- ans, en að sjálfsögðu eru ekki allir er í guðfræðideild setjast jafn tónvissir og lítið ihægt við því að gera. Flestum (bar saman um að fjö'l'breytni í mesisuformi Iþyrfti að vera fyrir bendi. Hver þyrfti að geta valið form við sitt liæfi. ÖMum 'bar saman um að varlega Iþyrfti að fara í allar breytingar. Bylting mætti ekki eiga sér stað, en eins og einn ræðumanna úr Ihópi organleikara sagði: „Það gerir ekkert itil þó fólk hrökkvi einstöku sinnum við', við eittlivað nýtt." 'En hefðbundið form er mörgum það kært, að liætt er við að 'þeir myndu yfirgefa kirkjuna ef því væri kastað allt í einu. Sagði einn ræðumanna sögu af gömlum manni er 'hefði sárnað mjög er svo- kalilaður „Grallarasöngur" var aflagður og „nýju Iögin" tekin upp. Lagði 'þessi maður á sig 'langa ferð til að geta líeyrt grallarasönginn einu sinni enn. Hið sama gæti skeð ef Sigfúsartónið yrði skyndilega aflagt. Nokkuð var rætt um, hvað iliægt væri að gera til að fá unga fólkið til að sækja kirkju meir en nú er. Bent var á ýmsar leiðir, s. s. að flytja tízkuihljóðfæri inn lí kirkjurnar og flytja tónlist er lægi unga fólkinu nær. Var 'hó álit flestra að ekki væri rétt að yfirfæra danstónlist yfir á sálmalög með Iþeim 'liávaða er tíðkast, enda vildi ungt fólk 'það ekkí. Reynsla af tilraunum meS ,,popp"-messur styddi Iþá skoðun, að unga fólkið vildi í rauninni gera mun á hátíðleik og ihversdagsleik. Viidu sumir ibyggja á þeim grunni cr fyrir er jafn- vel Gregoríanik, en aðrir gera citlilwað aivcg nýtt. Ekki voru allir á einu máli um Gregorssönginn. Töldu sumir hann fjarlægan og ORGANISTABLAÐin 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.