Organistablaðið - 02.06.1973, Síða 5

Organistablaðið - 02.06.1973, Síða 5
GOSTAjF JÓHANNESSON: ORGELIÐ, SAGA ÞESS, ÞRÓUN OG GERÐ HL Upphaf MiSalda. Það orgel sem festi rætur innan kirkjunnar í upphafi MiSalda var á ýmsa vegu ófullkomnara en forgengill iþess, gríska orgelið. Eins og getið var um í grein I. var Iþað orgeil svo ibúið að unnt var að leika á það hraðgenga nótnaröð. Þeim út'búnaði, sem til þess 'þurfti hafði orgelið glatað á upphafsárum sögu sinnar í Vestur- lEvrópu. I stað nótna og fjaðra, sjá mynd í grein I., 1. tbl. 5 árg. voru endar tónslaufanna gerðir sem handföng og með því að draga Iþær að sér eða ýta Iþeim frá sér var ýmist opnað eða lokað fyrir viðkomandi pípur. Með þessu móti var einungis unnt að leika í injög hægu tempói. Áður fyrr héldu menn að tónslaufurnar (band- föngin) ihefðu verið hreyfð upp og niður þegar leikið var. Af þess- um misskilningi, sem stafaði af óljósum myndum, var talað um að slá orgel. Forngriska orgelið Ihafði registratur. Honum glataði orgel þessa tímahils. Þannig hljómuðu allar pípur sem tilheyrðu hverjum tóni þegar leikið var. Orgel Jiessa tímabils hefur [ivi verið nefnt Mixtur- 'Blokkorgel. Tónsvið þessara orgela var iy2—2 áttundir. Þar sem bver tón- slaufa lá undir viðkomandi pápnaröð, fylgdi nótnaiborðið breidd orgelsins, sem varð með því móti allt að tveim metrum á lengd. Það var hámark ef einn maður átti að leika á hljóðfærið. Flest orgel ’þessa tímabils voru lítil. Orgolið í Winchester (950) var undan- tekning. Það var svo stórt að tvo menn þurfti til að ieika á það. Á þessum árum voru ailar pípur tónskálans jafnvíðar en að sjálf- sögðu mismunandi langar. Þetta gerði Iþað að verkuin að pípur dýpstu ítónanna urðu of grannar, en Ihinna efstu of víðar, til þess að tónaröðin liefði sama tónblæ. Á þessu tímabili liöfðu orgelin ein- göngu flauturaddir (prinzipala). Það iiefur vafist fyrir mönnum bverjar væru orsakir þessara breytinga á gerð orgelsins. Sumir álíta að orgelið iiafi þegar tekið þessum Ibreytingum í Konstantinópol. Oðrum finnst þó ilíklegra að Georg prestur, sem smíðaði orgelið fyrir Loðvík guðlhrædda bafi átt mikinn þátt í breytingunum sem gerðu orgelið einfaldara, en það Ihafði vissulega ákveðna kosti í för með sér. ORGANISTABI.AÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.