Organistablaðið - 02.06.1973, Side 6

Organistablaðið - 02.06.1973, Side 6
Scinni hluti MiSalda. Á Mið-Miðöldum og Síð-Miðöldum urðu mjög miklar breytingar á gerð orgelsins, reyndar flestar 'þær breytingar sem gerðu það að fullsköpuðu bljóðfæri svo stóru í sixiðum að iþað hefur ihlotið heitið Drottning hljóðfæranna. Verður nú gerð grein fyrir helztu atriðum íþessarar þróunar. A) Á 14. öld kemur fram hið svonefnda „Welfenbrett“ en tilgang- urinn með því var að flytja hreyfingu nótunnar (tangentsins) til Jiliðar. Með þessari uppfinningu var kominn grundvöllur fyrir þróun nótnaiborðsins til þeirrar gerðar, sem við þekkjum nú. Framan af var aðeins um neðri tangenta að ræða. Efri tangentarnir (sem oift eru nefndar svörtu nóturnar, þótt það sé villandi) komu fyrst til sögunnar seint á Miðöldum. Þessi þróun nótnaborðsins hélst í hendur við gerð orgelpípanna, sem var farið að gera misvíðar og með því lagður grundvöllur að útvíkkun tónskalans til þeirrar stærðar sem nú þekkist. Tónslauf- an sem fyrr var getið um, ihvarf á iþessu tímabili með gerð nýrrar vindhlöðu, sem verður væntanlega gerð skil síðar. Um leið og tónslaufan hvarf, hvarf einnig Jiað nótnaborð, sem aðeins voru end- ar tónslaufanna, gerðir sem handföng. Nú var á ný hægt að leika hraðgenga nótnaröð á orgel. B) Elztu leifar, sem til eru af pedal eru gotneskar, frá 14. öld. Saga pedalsins er þó eldri. Efitir því, sem næst verður komist hefur ihann Jjróazt á eftirfarandi hátt. Mjög snemma var farið að hafa nokkrar djúpar Bordun-pípur í orgelum til þess að mynda langa liggjandi tóna, svokallaðan orgel- punkt. Á jiessar pípur var ekki leikið með tangentum nótnaborðs- ins heldur var sérsta'kur útbúnaður vinstra megin við það, sem var •til þess gerður, að halda pípunum opnum svo ilengi sem orgelpunkt- urinn átti að hljóma. Síðan var farið að liafa þennan útbúnað undir nótmtborðinu og stjórna Ihonum með ’fæti. Þar með var fyrsta sporið í sögu pedalsins komið. Annað spor þessarar Iþróunar var að festar voru snúrur í neðstu tangenta nótnaborðsins. 1 enda snúranna var gerð lykkja, sem hægt var að stíga í og þar með að halda viðkomandi nótu niðri með fæt- inum svo lengi sem orgelpunkturinn átti að haldast. Síðar voru smíðaðir sérstakir 'tangentar í gólfinu, sem festir voru við þessar 6 organistablaðið

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.