Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 8
HLUTVERK ORGELLEIKARANS 1 MESSUGJÖRÐINNI Þegar ihinn venjulegi 'kirkjugestur kemur til helgra tíða í kirkju, er það sem að eyrum ihanis berst venjulega tvennt: tónar og talað orð. Hann hugsar venjulega ekki um starfið sem að baki liggur, því íþetta er að hans (hyggju sjálfsagður hlutur, sem tilheyrir. Okkur, sem að þessum málum störfum, er hins vegar vel kunn- Ugt um allt það starf, sem að baki hvoru tveggja þarf að liggja, svo að vel sé. Um undirbúningsstarf prestsins skal ekki fjallað hér, en lítillega hugleitt starf orgelleikarans og 'hlutverk hans. Til 'þess að verða hæfur orgelleikari til starfs í áslenzku þjóð- kirkjunni, þurfa menn að verja löngum tíma til n!áms. Skal hér miðað við þær kröfur, sem kirkjan gerir löngum sem sé þær, að orgeHeikarinn sé jafnframt stjórnandi kirkjukórsins. Samkvæmt því verður nám slíks manns að miðast við tvennt: orgelleik og söngstjórn. Því verður ekki á móti mælt, að slíkt nám krefist langs tíma og þrotlausrar vinnu. Sá, sem leggur út í slíkt nám gelur ekki vænzt þess, að 'hann geti að Ioknu námi gengið að Hfvænlegri atvinnu vísri. Enginn neitar iþví, að orgelleikarinn er nauðsynlegur meðan á guðsþjónustu stendur, en að starf hans sé metið ámóta og önnur störf í þjóðfélaginu, er svo annað roál. Ég hef tilhneigingu til að greina orgelleikara í tvo ihópa, sem ég kalla annars vegar góða tónilistarmenn, og hins vegar góða kirkju- organleikara. Þetta iber ekki að skilja svo, að góður tó'nlistarmaður geti ekki verið góður kirkjuorgelleikari, eða öfugt, heldur er ég að reyna að benda á, að þrátt ifyrir menntunina al.la, er ekki öruggt að aifburða konzertleikari sé neinn afburða kirkjuorgelleikari. Það með listilegu handbragði. Margir þekktir listamenn urðu til að prýða 'þau Jistaverkum. Fram til loka Miðalda má segja að 'þróun orgelsins gerist með llí'ku móti í hinum ýmsu löndum, en eftir pað fara viss landsvæði að bera sín séreinkenni. Þessi skipting var landfræðileg. Þannig átti ítalia sína sérstöku sögu, einnig Spánn og England. Ríki Miðevrópu áttu ihins vegar meira sameiginlegt í iþróun orgelsins, sem stafaði af auðveldum samgöngum milli (þessara fanda. Framhald. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.