Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 9
er ek'ki víst, að honum takist að skapa trúarleg áhrif og fegra hina kirkjulegu atlhöfn á j)á lund að hugur j>eirra sem athöfnina sækja hrífist í reynd. Á hinn f)óginn kann svo ágætur kirkjuorgelleikari að reynast lítt hæfur til tónleika'halds. Svo eru til ýmis tilhrigði, svo sem góður sj)ilari en lítill söng- stjóri, eða öfugt. Ég hygg, að sá sem virðir fagnaðarboðskaj) 'kirkjunnar algjörlega að vettugi eigi ekki Iheima í blutverki orgelleikarans í kirkjunni. Hinar kirkjulegu atbafnir eru margþættar. Þar skij)tast á, eins og í lífinu sjálfu, gleði og sorg. Orgelleikarinn þarf alltaf að hafa glögga tilfinningu fyrir }>ví, sem við á hverju sinni, eftir J>ví hvers eðlis at'höifnin er. Utan hiifuðborgarsvæðisins er iþað til dæmis venja, að varðandi útfararathafnir koma aðstandendur sjálfir til orgel- leikarans og óska jafnvel eftir !því að Ihann ráði sjálfur vali sálma og annarrar tónlistar við at'höfnina. „Sá á kvölina sem á völina,“ segir máltækið og sannast það oft við svona kringumstæður. Messuform það, sem tíðkast í iþjóðkirkjunni gefur orgelleikaran- um fremur fá tækifæri til einleiks. Við venjulega sunnudagsguðs- iþjónustu bygg ég, að um slíkt sé að ræða einum fjórum sinnum. Auk liins venjulega forspils í byrjun guðsþjónustu og eftirspils i ilo'kin, bendir belgisiðabók á tvo möguleika. Þar segir að leika megi veikt á orgelið, meðan lesin sé bæn í kórdyrum á undan fvrsta sálmi og á eftir ‘blessun, „má hafa stund til Ihljóðrar bænar“, og fer j)á einnig vel á iþví að ieikið sé veikt á orgelið. Um árabil gegndi ég organistastarfi í Kristskirkju í Reykjavík. Á starfsferli mínum þar, kynntiist ég kaþólsku messuformi náið. Það form gefur orgelleikaranuin mun fieiri tækifæri til að láta ljós sitt skína. Annars eru formin fleiri en eitt í kaþólskum sið. í minni tíð í Landakoti var öftast sungin bin klassiska messa, með sínum föstu iiðurn. Texti var iþá aiiur á latinu. iNú er Iþetta hreytt og sálmasöng- ur iðkaður í ríkari mæli, á móðurmálinu. Þannig getur skipst á sáhnasöngur og orgeHeikur. Nýlega var ég á ferðalagi í Austurríki og dvaldist um tírna í litlu fjalláþorpi ekki langt frá Salziburg. í þorpi þessu var lítil, en snotur kirkja. Ég gaf mig á tal við sóknarprestinn og óskaði eftir því við bann, að fá að taka í orgelið í kirkjunni. Það var auðfengið, en hann tjáði mér að um skeið hefði verið organistalaust j)ar i þorpinu. iHann kvað það bið inesta ófremdarástnd, með því að OHGANISl'AItt.AÐIR Ó

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.