Organistablaðið - 02.06.1973, Qupperneq 10

Organistablaðið - 02.06.1973, Qupperneq 10
söngur væri iþar í kirkju alla jafna í hávegum hafður. Einhvern veginn endaði okkar samtal á -því, að ég var búinn að taka að mér orgelhlutverkið næsta sunnudag. Hljóðfæri þetta var gamlt mjög, en í mjög góðu ástandi. Af orgelum í íslenzkum kirkjum fannst mér það í eðli sínu einna helzt líkjast orgeli Fríkirkjunnar í Reykja- vík. Þarna iskyldu eingöngu sungnir slálmar og ileikið á orgel á milli. Það sem ég ifurðaði mig mest á var, að liver einasti maður söng úr Sínu sæti, en ég sat einn uppi við hljóðfærið. Klerkur tjáði mér, að hörgull væri á orgelleikurum þar um slóðir og að kirkjurn- ar kepptust um að bjóða sem hæst í hæfa menn. Eins og hagar til hér á landi, að kirkjukór leiðir sönginn, sem í reyndinni heitir, að hann sér oftast algerlega um sönginn, verður orgelleikarinn að leggja rækt við kórinn sinn. Hann verður að halda uppi reglubundnum æfingum og semja við þátttakendur um fjölda og tilhögun þeirra. Oft er þetta erfitt í þessu landi tímaleysis. Mesti annatiími orgelleikara er oft og einatt á stóriiátíðum. Þá koma oftast margir í kirkju og messur eru tíðar. Margt mætti fleira tína til. Þetta er aðeins fátt eitt af þvi, sem fallið getur undir yfirskrift þessarar greinar. Eitt er þó víst, að þessi störf eru lítið metin, en það þyrfti sem fyrst að hreytast til batnaðar þannig að menn fái laun í stað þóknunar. Kjartan Sigurjónsson. Við erum með á nótumim lítvegtim allar tegundir af nótum með stuttum fyrirvara. Fyrirliggjandi fjcilbreytt úrval af nótum lyrir orgel, svo og fyrir önnur hl jóðfæri. Póstsendum. H1 j ó ðf œra verzlun SIGRÍÐAR HELGADÖTTUR Vesturveri — Reykjavík S I M I 113 15 10 organistaulaðið

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.