Organistablaðið - 02.06.1973, Side 12

Organistablaðið - 02.06.1973, Side 12
KRISTINN JÓNASSON organisti. Kristinn Jónasson organisti, Eyrarbakka, lézt binn 31. marz isíðastliðinn. Útför lians fór fram frá Eyr- aribakkakirkju þann 7. apríl, í fegursta veðri, að viðstöddu miklu fjölmenni. Sóknarpresturinn sr. Valgeir Ástráðsson jarðsöng, en á orgel- ið léku þrír organistar; ikirkju- organistinn Rut Magnúsd., Sig- urður isólfsson og Haukur Guð- laugsson. iKirkjukórinn söng, ásamt nokkrum gömlum félögum og Ingimar Sigurðsson söng einsöng. Kristinn Jónasson fæddist í Garðsbúsum á Eyrarbakka 21. júní 1897 og ól iþar mestallan aldur sinn. IHugur 'hans hneigðist snemma að tónlist og átti hann ,því láni að fagna að fá að læra á orgel á sínum uppvaxtarárum. I',yrstu tilsagnar naut 'hann 'hjá frú Guðmundu 'Níelsen á Eyrarbakka, en hún var fjöl'hæf tónlistarkona. Þegar Kristinn var hálf-lþrítugur, var hann um tíma hjá Sigfúsi Einarssyni við tónlistarnám, einkum því er laut að kirkjumúsík, því íþá var afráðið að hann tæki við organleikarastarfi við Eyrarbakka- kirkju. Þetta var árið 1923, og frá þeim tíma var Kristinn organisti við 'kirkjuna samfleytt í rúm 40 ár. Eyrarbakkakirkja eignaðist pípu- orgel með fótspili, skömmu eftir 1950, og auðnaðist Kristni því að lei'ka á slíkt hljóðfæri ,í rúman áratug, eða þar til hann lét af organ- istastarfi nær sjötugur. Ekki er mér kunnugt um nemendur Kristins 'í hljóðfæraleik, en einn þeirra er sveitungi hans og systursonur, Hau'kur Guðlaugsson organleikari á Akranesi. Auk Iþess sem Kristinn Jónasson var liinn skyJdurækni kirkjuorgan- isti um áratugi, lagði hann gjörva hönd á margt, og mikið yndi hafði hann af smíðum. Kjörgripir margir bera 'því vitni, liver snill- 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.