Organistablaðið - 02.06.1973, Síða 14

Organistablaðið - 02.06.1973, Síða 14
JÓN BJÖRNSSON Á HAFSTEINSSTÖÐUM bóndi og organisti. Fáum mönnum á ég meira upp að unna í starfi mínu en kirkju- organistum mínum. Ég hef og líka verið svo ilánsamur að eiga að samstarfsmönmnn á þessum vettvangi mikla hæfileikamenn, sem með fórnfúsum áhuga liafa innt af Ihendi mikið menningarstarf, sem seinl verður fullmetið og þakkað sem skyldi. Fyrr á þessum vetri varð annar þessara manna, Jón Björnsson á 'Hafsteinsstöðum sjiitugur, þann 23. febrúar, og finnst mér fara vel á því, að hans sé minnst í þessu blaði í tilefni þeirra tímamóta í lífi hans. Jón Björnsson er fæddur í Glaumlbæ í Langholti og voru for- eldrar 'hans Björn Lárus Jónsson, sem lengi bjó á Stóruseylu og var oddviti og ihreppstjóri í Seyluihreppi og fyrri kona llians Steinvör Sigurjónsdóttir. Ungur fékk Jón mikinn áhuga á tónlist og sönglífi. Veturinn 1921 hélt hann tiil Akureyrar, og stundaði hann þar nám í tónfræði og orgelleik hjá Sigurgeir Jónssyni og söngnám sótti hann til hr. Geirs Sæmundssonar, vígslu'biskups, og þesisara mikilhæfu manna minnist Jón jafnan með mikilli virðingu og þakklæti. Jón tók þátl ií isönglífi á A'kureyri þann tíma, sem hann dvaldi þar, m. a. starfaði ihann með karlakórnum Geysi. Þótt tónlistarnám Jóns stæði ek'ki lengi þá varð honum vel úr námi sínu og i iþágu sönglífs í Skagafirði ihefur ihann unnið langt og merkt starf. Hann hefur verið organisti í Glaum'bæjar- og Revni- etaðarkirkjum í ihartnær 50 ár og sama starfi gegnir ihann nú við Sauðárlkrólkskirkju frá s.l. hausti. Þegar karlakórinn Heimir var stofnaður í árslok 1927, var Jón einn af stofnendum kórsins, og söngstjóri kórsins var hann til ársins 1968 að fyrsta starfsári kórsins undanskildu. Undir stjórn Jóns starfaði 'karlakórinn af miklum áhuga og dugnaði, söng á hverju ári opin- berlega heima i héraði og utan héraðs, tók Iþátt í mörgum söngmót- um Heklu, sambands porðlenszkra karlakóra og söng á landbúnaðar- sýningunni í Bey'kjavík sumarið 1968 og mun það Ihafa verið í síð- asla sinn, sem Jón stjórnaði kórnum. Árið 1966 stofnaði Jón bland- aðan kór á Sauðárkróki, Samkór Sauðárkróks og stjórnaði honuum í 5 ár. 14 OROANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.