Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 18
HEINRICH SCHUTZ Heinrich Schiitz fæddist í Köst- ritz í Saxlandi árið 1585 og dó í Dresden árið 1672, svo að árið sem leið voru 300 ár frá því að ihann dó. Hann stundaði nám hjá Gio- vanni Gabrieli á ítalíu og ílutti með sér til Þýzkalands ýmis eín- kenni ítalskrar tónlistar. Árið 1614 settist hann aS í Dresden, gerðist þar „kapelmeist- er" og gegndi þeirri stöðu í 57 ár. Sohiitz hefur stundum verið kallaður faðir þýzkrar tónlistar. Opera hans Dafne (1627) er talin fyrsta þýzka óperan. Hann var 'brautryðjandi liómófón tónlistar í Þýzkalandi. Heildarútgáfa verka hans kom út 'hjá Breitkopf og Hiirtel. Verk Schiitz eru fjölbreytt, hann samdi m. a.: Passíur, óratórí, sálu- messur, mótettur og madrigala. Schiitz var iheyrnarlaus nokkur síðustu árin, en samdi þó tónverk eftir 'það. Hér á landi hefur tónlist hans fremur sjaldan verið flutt, þó hafa a. m. k. Kirkjukór Bústaðasóknar og Pólýfónkórinn sungið verk eftir hann. Árið 1935 skrifaði dr. Páll ísólfsson grein í söngmálablaðið Heimi*) um Schiitz, Handel og Bach, en iþá voru 350 ár liðin frá fæðingu Schiitz. *) Samband íslenzkra karlakóra gaf út 5 árganga a£ Heimi árin 1935—1940. I blaðinu er margvíslegan íróðleik að finna um ísienzkt tónllstarlir á bessum tima. 18 ORGANISTABI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.