Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 20
EYVIND ALNÆS Eyvind Alnœs fæddist 1872 í Fredrikstad í Noregi. Hann dó í Osló 1932. Hann var mikilsmet- inn söngstjóri í Osló og organ- leikari, seinast við dómkirkjuna Vor Frelser Kirke. Alnæs hélt oft orgeltónleika. Hann þótti ágætur undirleikari og snjall improvisator. Hann samdi mörg tónverk af ýmsu tagi. Lagið Sidste Reis, sem hann samdi við texta eftir Hinri'k Iibsen hefur orð- ið vinsælt hér á landi eins og víða annars staðar. Trúað gæti ég að margir islenzkir organistar, sem nú eru orðnir rosknir menn, minnist með ánægju Harmonium Albums 'þess, sem 'hann gaf út í iþrem 'heftum. KARL STRAUBE Nú eru liðin 100 ár síðan Mont- gomery Rufus Karl Straubc fæddist. Hann fæddist 6. janúar 1873 í Berlín og andaðist í Leip- zig árið 1950. Straube hefur áður verið getið ihér í Organistablaðinu og 'vísast því til þess, sem þar er sagt um bann. iEn minna má á að það vega- nesti, sem Straube gaf dr. Páli ls- ólfssyni, hefur orðið ísl. organistum að góðu liði, iþví að margir íslenzkir organleikarar hafa notið handleiðslu og kennslu dr. Páls. 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.