Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 31

Organistablaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 31
LANDAKIRKJA í VESTMANNAEYJUM Landakirkja er næstelzta stein- kirkja hér á landi, — (Hóladóm- kirkja er eldri) — byggð 1774 —1778. Kirkjan er byggð eftir nppdráttum N. Eigtveds*), en Georg David Anthon, kgl. Majest. byggingameistari í Kaupmh. stóð fyrir byggingunni. Þýzkur mað- ur, Kristófer Berger, var yfir- smiður en forsmiður að bygging- unni var Guðmundur Eyjólfsson bóndi í Þorlaugargerði. Arið 1877 gaf I.P.T. Bryde orgel í Landakirkju. Þá sendu Vestmannaeyingar Sigfúis, síðar aliþingismann, Árnason alþingismanns Einarssonar á Vilborgarstöðum til Reykjavíkur til að læra organslátt og varð hann fyrsti organleikari við Landakirkju. Brynjúlfur kaup- maður, sonur hans, tók við starfinu af honum. Hefur verið sagt frá honum hér í blaðinu. Rekjum vér svo e'kki 'þessa sögu lengra að sinni. (Heimildir: Sigfús Johnsen: Saga Veslmannaeyja Dansk Biografisk Lexikon). *) Nicalai Eigtwedt eða Niels Eigtved — eins og hann var skírður — íæddist 1701 og dó i Kaupmh. 1754. Hann lærði garðyrkju og útskrifaðist í heirri starfsgrein. Síðan fór hann til Póllands en þar vaknaði áhugi & húsagerðartist. •Þaðan för hann til Þýakalands og er erfitt að fylgjast með íerðum hans á iþeim árum. Síðar fór 'hann til Italiu og Austurrikis til náms, var hann alls 12 ár utainlands. Hann var mjög mikilsmetinn arkitekt og eru ýmsar merkar byggingar í Kaupmh. byggðar eftir hans teikningum og fyrirsðgn. Byggingar hér á landi byggðar eftir hans uppdráttum eru, auk Laindakirkju, Viöeyjar- stofa og kirkja, Nesstofa 'við Seltjörn og Bessastaðastofa og kirkja. ORGAMSTABLABIÐ 3]

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.