Organistablaðið - 02.06.1973, Síða 31

Organistablaðið - 02.06.1973, Síða 31
LANDAKIRKJA í VESTMANNAEYJUM Landakirkja er næstelzta stein- kirkja hér á landi, — (Hóladóm- kirkja er eldri) — byggö 1774 —1778. Kirkjan er byggð eftir uppdráttum N. Eigtveds*), en Georg David Anthon, kgl. Majest. byggingameistari í Kaupmh. stóð fyrir hyggingunni. Þýzkur mað- ur, Kristófer Berger, var yfir- smiður en forsmiður að bvgging- unni var Guðmundur Eyjólfsson bóndi í Þorlaugargerði. Árið 1877 gaf I.P.T. Bryde orgel í Landakirkju. Þá sendu Vestmannaeyingar Sigfúis, síðar aliþingismann, Árnason alþingismanns Einarssonar á Vilhorgarstöðum til Reykjavíkur til að læra organslátt og varð hann fyrsti organleikari við Landakirkju. Brynjúlfur kaup- maður, sonur hans, tók við starfinu af honum. Hefur verið sagt frá honum hér í hlaðinu. Rekjum vér svo ekki 'þessa sögu lengra að sinni. (Heimildir: Sigfús Johnsen: Saga Vestmannaeyja Dansk Biografisk Lexikon). *) Nicolal Eigtwedt eða Niels Eigtved — eins og hann var skírður — íæddist 1701 og dó í Kaupmh. 1754. Hann lærði garðyrkju og útskrifaðist í peirri starfsgrein. Síðan fór hann til Póllands en par vaknaði áhugi á húsagerðartist. 'Þaðan fór hann til Þýzkalands og er erfitt að fylgjaist með ferðum hans á iþeim árum. Síðar fór 'hann til Italiu og Austurríkis til náms, var hann alis 12 ár utanlands. Hann var mjög mikilsmetinn airkitekt og eru ýmsar merkar byggingar í Kaupmh. byggðar eftir hans teikningum og fyrirsögn. Byggingar hér á landi byggðar eftir hans uppdráttum eru, auk Landakirkju, Viðeyjar- stofa og kirkja, Nesstoía 'vlð Seltjörn og Bessastaðastofa og kirkja. ORGANISTABLAÐIÐ 3]

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.