Organistablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 6
KÓRALBÓK Síðastliðið sumar skipaði biskup nefnd til að annast útgáfu við- bætis við núgildandi sálmasöngsbók með tilliti til liinnar endurskið- uðu eálmabókar, sem kom út í fyrra. I síðasta hefti Organistablaðsins var sagt frá nefndarskipuninni. Nýja sálmabókin er nú notuð í allmörgum kirkjum og bíða því margir óþreyjufullir eftir þessari nýju bók. Undirritaður hafði samband við söngmálastjóra, dr. Róbert A. Ottósson, og spurði hann frétta. Hér á eftir verður sagt frá því helsta, sem kom fram í samtalinu. Nefndin hefur haldið tíu sameiginlega og nokkra tveggja manna fundi, allmarga þeirra á beimili dr. Páls Isóffssonar, sem hefur heiðrað nefndina með því að vera ráðgjafi hennar og samstarfs- maður. Já, lagavalið og annar undirbúningur eru miðuð við nýju sálma- bókina, þannig að í liinum væntanlega viðauka verða öll eða a. m. k. flest þau liig, sem vantar og hefur vantað í sálmabókina — bæði ný lög, nýleg og gömul, þeirra á meðal ekki allfá, sem voru i viðbaitin- um frá 1946, en bann er nú löngu uppseldur, eins og menn vita. Gert er ráð fyrir, að raddsetningunum fylgi sálmtextarnir í lieild sinni, ekki eingöngu fyrsta versið eins og í núverandi SSB, enda mun bókin verða með öðru hroti og handhægari, svo að bæði organleik- arar, kórfélagar og kirkjugestir geta haft gagn af henni við guðs- þjónustu. Freistandi væri að hafa bókina yfirgripsmeiri með því að taka einnig ujjjj í 'hana önnur lög, jafnvel meiri'háttar kórþætti, við aðra texta en sálma nýju sálmabókarinnar. Þetta var gert í viðbæt- inum frá 1946 — að vísu no’kkuð af bandahófi, eins og gjarnan vill verða, þegar „rúmið“ er takmarkað. En nefndin ætílar sér að stand- ast þá freistingu af karlmennsku, þótt einhverjar undanþágur kunni að gerast, enda her lienni að gegna hlutverki sínu án þess að útgáfan tefjist eða kostnaður verði henni fjötur um fót. Augljóst er því, að ful 1 þörf verður á fleiri bókum síðar mcir, t. d. á útgáfu viðráðanlegrar tónlistar fyrir kirkjukórana, til að auka fjölbreytni í flutningi kirkjusöngs. Einnig vantar okkur gott 6 ORGANISTAI5LAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.