Organistablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 12
Árið 1955 og aftur 1962 dvaldi hún um iþriggja mánaða skeið við nám í söngskóla þjóðkirkjunnar, kom að því loknu aftur heim í hérað og tók við starfi sínu á ný við kirkjur og kóra með endurnýj- uðum kröftum. Á árunum 1946—’61 hefur hún haft eftirlit með kirkjukórum í N.-Þingeyjarprófastsdæmi. Einstökum nemendum hef- ur hún veitt kennslu í orgelleik og undirstöðu í tónfræði. Auk alls þessa var hún kvödd til starfs á enn víðari vettvangi. Hún tók að sér söngkennslu við Reykjaskóla í Hrútafirði 1957—’65 og við Kvennaskólann á Blönduósi nokkur ár frá j)ví 1961. Hún hefur samið lag við söng Reykjaskóla, textinn eftir Ingimund Ingimundarson og við ljóð norðlenskra kvenna, texti eftir Laufeyju Sigurðardóttur. Hún hlaut verðlaun í sönglagakeppni Ríkisútvarpsins árið 1946, reyndist kunna flest lög allra þátttakenda eða alls 1333. Björg er óvenju heilsteypt að allri gerð, hrein og hein með glöggt auga fyrir því broslega í tilverunni, þó er það alvara og ábyrgðar- tilfinning, sem eru sterkustu þættir lífs hennar. Erik Abrahamsen segir í bók sinni um tónlistina: Lítið lag er heill heimur út af fyrir sig, segja má, ef til vill, lieill ævintýra- heimur. Mörg sálmalög vor búa yfir fegurð, sem engin orð fá lýst. í hvert sinn, sem Jrau eru flutt, er sem heyra megi ,,óma frá ódáins akri“. Björg hefur alla tíð haft opin augu fyrir gildi og jrýðingu góðs 'kirkjusöngs. Æðsta hugsjón hennar og að nokkru ævistarf hefur beinst að því að efla hann, lyfta honum á æðra stig. Ég þakka henni ógleymanlegt samstarf og J)átttöku í helgiathöfn- um á norðurslóðum um tugi ára og bið henni og söfnuðum þar blessunar Guðs. Megi merkið standa, hugsjónin lifa, sem leitar þess andlega handan alls! Páll Þorleifsson. 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.