Organistablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 7
Reykjavík, 8. október 1973. Til sóknarnefndar Neskirkju. ASalfundur í Félagi ísl. organleikara, haldinn í Langholtskirkju miðvikudaginn 19. september 1973 samþykkir að fordæma harðlega framkoma sóknarnefndar við uppsögn organista kirkjunnar, Jóns ísleifssonar. Það mun næsta fátítt að staða sé auglýst laus til umsóknar áður en viðkomandi aðili hefur meðtekið formlegt boð um að lians sé ekki lengur þörf. Ef ekki er um því stærri afbrot í starfi að ræða, hlýtur s'lík framkoma að vera í hæsta máta vítaverð. Það er furðulegt að slíkt skuli gerast gagnvart starfsmanni, sem hefur starfað áratugum saman af samviekusemi við kirkju sína. f. h. sjórnar F. í. 0. Jón Stefánsson, ritari. Þetta var samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna. Reykjavík, 28. septembcr 1973 Til sóknarnefndar Nessafnaðar Reykjavík Við undirrituð, kórfélagar í Kirkjukór Neskirkju, lýsum andúð okkar á þeirri aðferð, sem sóknarnefnd Nessóknar beitti, er hún sagði Jóni ísleifssyni, organista upp störfum við kirkjuna, þ. e. að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar, án þess að fullvissa sig um það áður, að honum hafi verið kunnugt uppsagnarbréfið. Slíkt hefði ekki verið nema sanngjarnt og sjálfsögð kurteisi við mann, sem starfað hefur af trúmennsku og frábærri skyldurækni sem organisti í söfnuðinum frá stofnun hans, nánar tiltekið í 33 ár. Það er réttur hvers atvinnurekanda að geta sagt upp starfsmönnum, en kirkjunnar menn ættu að sýna nærgætni og kristilegt hugarfar, þegar um samskipti samstarfsmanna er að ræða. Við viljum taka J)að fram, að öll samskipti okkar við Jón hafa verið með ágætum, og við erum honum þakklát fyrir dugnað hans, ósérlilífni og ágætt samstarf. Að okkar dómi, hefur hann vissulega fórnað miklu meiri tíma í starfið, lieldur en skyldan hauð. Undir Jjetta skrifuðu 17 kórfélagar, J). e. a. s. allir nema ein manneskja. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.