Organistablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 12
sveinn lians Josquin Després (um 1450—1513). Á átjándu öld: Gossec (1734<—1829) og Grétry (1741—1813). Minna má á, að Beethoven var af flæmskum ættum úr héruðunum kringum Antwerpen. Síðan koma nokkur nöfn í hugann: F.Fétis (1784—1871), Vieux- temps (1820—1881), fienoit (1834—1901), Edgar Tinel (1854— 1912), E. X. Vamibach (1854—1924), Ysaye (1858—1931), P. Gil- son 11865—1942). Af helgiskum organleikurum nefni ég César Franc'k (1822—1890) (hann var af þýskum ættum en fæddur í Liegé og starfaði í Frakk- landi og er stundum talinn með frönskum) og J. Lemmens (1823— 1881). Talað er um franskan orgelskóla eða stíl í organleik og orgel- tónsmíðum. En þá mætti huga að iþví, að bæði Guillmant og Widor lærðu lijá Lemmens og Dupré var nemandi þeirra beggja. Orgeltónlist stendur á háu stigi í fielgíu. Þýkir mér trúlegt að álirifin frá Lemmens eigi þátt í því. Þetta er jarðvegurinn sem Flor Peeters er sprottinn upp úr. Það er engum efa undirorpið að Belgíumaðurinn Flor Peeters er í hópi þeirra organleikara, sem mest þykir til koma og mest eru metnir í heiminum nú á dögum. Hann 'fæddist 4. júli 1903 í Tielen nálægt Antwerpen. Hann stundaði nám við Lemmens-institut. Frá íþví 1923 hefur hann verið organleikari við Saint fiomboutkated- ralen i Mechelen. í 30 ár var hann kennari í organleik við Lemmens- institut, og í 13 ár var bann jafnframt kennari við konservatoríið í Tillburg í Hollandi. Síðustu 10 árin áður en hann lét af embætti stjórnaði hann konservatóríinu i Antwerpen og var Iþar aðalkennari í orgelleik. Síðan hann lét af embætti hefur hann á liverju sumri ha’ldið námskeið — master class — í orgelleik í Mechelen og hafa organleikarar víðsvegar að úr heiminum sótt þau. Flor Peeters Jieifur lialdið fjölda orgeltónleika, bæði í Belgíu og víða annars staðar, svo sem i flestum löndum Vestur-Evrópu, U.S.A., U.S.S.H., Kanada, Suður-Afri-ku og á Filipseyjum. Tónsmíðar FLor Peeters, smáar og stórar, skipta hundruðum. og ekki má gleyma kennsluhók hans í orgelleik Ars organi, í þrem bindum. Þess má geta að belgisku konungshjónin liafa sæmt Liann baróns- tign. Flor Peeters stendur nú á sjötugu, virtur og dáður sem organ- lei'kari, kennari og tónskáld. P. H. 12 organistabi.aðið

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.