Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 24

Organistablaðið - 01.05.1974, Blaðsíða 24
á næstunni verður tekið tijl óspi'l'ltra málanna. lEina ákvörðun höfum við alltaf tekið á þessum fundum, iþá að kórarnir fái raddþjálfara samfara þessum undirbúningi. Frú Sigurveig Hjaltcsted hefur ráð- ist til þess hlutverks og verið a. m. k. eina viku með livern kór. Þetta hefur gefist einkar vel. Þegar starfið í kórunum er vel á veg komið, fer „Litli ferðakllúhburinn“ gjarnan af stað aftur. Þá eru rædd ýmis mál, sem upp hafa komið og endanlega gengið frá hvaða verki hver á að stjórna eða leika undir, en við skiptumst á með það. Þá er lí'ka ákveðið hvar og hvenær samæfing állra kóranna skuli vera. Samæfingin getur stundum verið erfið, hún tekur oftast nærri heilan dag. Næsta verkefni eru svo sjálfir tónleikarnir, haldnir á Akranesi og 'í Borgarnesi. Þegar svona fjölmennur hópur manna kemur fram fyrir áheyrendur, er viðbúið að ihann sé nokkuð sundur- leitur í klæðaburði. Þetta leystum við á þann veg, að við notuðum fermingarkyrtla, sem konur klæddust en karlmenn voru dökkklæddir. Þessi samvinna 'hefur iblásið lífi í starfsemi kóranna, orðið til þess að unnt hefur reynst að ráðast í verkefni, ætluð stórum kór, sem 'liinir minni kórar hefðu annars ekki lagt í. Til okkar ihefur nú verið leitað, að koma fram með íslcnsk verk á þjóðhátíð í héraðinu þann 6. júlí n.k. Sú starfsemi er þegar komin í gang og lofar góðu. Ég hef með þessum línum leitast við að lýsa iþví, hvernig þessi samvinna er í framkvæmdinni. Ef þessar línur kynnu að verka hvetj- andi á organleikara og kóra annarra prófastsdasma, teldi ég til- gangi þeirra náð. Kjarlan Sigurjónsson. FÉLAGSMENN ATHUGIÐ Það gæti stuðlað að fjölbreytni blaðsins ef okkur bærist ineira efni frá félagsmönnum. Því er það áskorun okkar að þið’ sendið efni til birlingar í blaðinu. Allt efni, sem snertir hina félagslegu baráttu er vel þegið. Einnig væri æskilegt að fá sem flesta til að leggja orð í belg um starf okkar að kitkjutónlistarmálum. Pósthólf félagsins er 5282. Ritnefndin. 24 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.