Organistablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 4
en 'þeir voru miðvikudaginn 26. júní. Á þeim h'ljómleikum flutti kór Langiholtskirkjunnar undir stjórn Jóns Stefánssonar kórverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson, en Haukur GuSlaugsson lék orgelverk eftir Leif Þórarinsson og Þorkel Sigur- björnsson. Ummæli gagnrýnenda um íslensku efnisskrána og flutn- ing hennar voru mjög vinsamleg. Þess má geta að Langholtskirkju- kórinn kom einnig fram í Dómkirkjunni mánudaginn 24. júní í samibandi við tólfslag /hinnar frægu klukku og söng útsetningar Ró- berts Abra'hams Ottóssonar af gömlum kirkjulegum lögum. Auk tþess 'kom kórinn fram við guðsþjónustu í Dómkirkjunni sunnudag- inn 23. júní. I umræðuhópum var rætt um eftirtalin efni: a) menntun og •faglegar spurningar, b) greining verka, sem frumflutt voru á mót- inu, c) guðfræði, liturgi, tónlist, d) „Nýja vísan“ í guðsljjjónustunni. í lok mótsins var dregið saman i fáar línur það sem komið hafði 'fram i liinum einstöku umræðulhópum og þátta'kendum gefinn kostur á að gera atliugasemdir og koma með fyrirspurnir. Miðvikudaginn 26. júni var farin ferð til Malmö. Þar hlýddu mótsgestir á tónleika 'í kirkju iheilags Péturs. Ameriskur orgelleik- ari Philij) Geliring lék verk eftir ameriska 'höfunda. Að því loknu var lialdið til safnbyggingar „Malmö museum“. 1 fallegum sal í þeirri byggingu er einn af dýrgripum tónlistarsögunnar varðveittur, en það er miðaldaorgel, venjulega nefnt Genarpsorgelið. Þar sagði orgelleikarinn Carl Bengtson sögu orgelsins og lýsti því með orðum, en lék síðan á það verk gamalla meistara. Þessi stund í Malmö museum var sannkölluð helgistund. Dagarnir í Lundi liðu fljótt og fyrr en varði var lokaguðsþjón- ustan ihafin. Það var ihrífandi stund þegar þessi aldni 'helgidómur fylltist af lofsöng þátttakenda. Fararstjóri íslenska hópsins, séra Sigurður Haukur Guðjónsson, las texta frá altarinu en biskup stað- arins, Olle Nivenius, predikaði. Brátt var guðáþjónustan úti og móts- gestir gengu í skrúðgöngu úr kirkju og staðnæmdust fyrir framan kirkjuna, en biskup í fullum skrúða með ibiskupsstaf í liendi bless- aði þáttta'kendur frá kirkjudyrum. Kveðjustundin var runnin upp- Hópurinn tvístraðist, en eftir sitja minningar um ánægjulega daga í I.undi, minningar sem eiga eftir að fylgja okkur fram á veginn og glæða vonandi hjá okkur álhuga til enn þróttmeiri starfa fyrir kirkjutónlistina hér heima á íslandi. Gúslaf Jóhannesson. 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.