Organistablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 7
DÓSENT í SÁLMA- OG MESSUSÖNGFRÆÐI Um mánaðamótin október— og nóvcmber var dr. Hallgrímur Helgason skipaður ií „Hlutastöðu dósents í sálma- og messusöng- fræði og tónflutningi við guð- fræðideild Háskóla íslands“. Dr. Hallgrímur fæddist 3. nóv. 1914 á Eyrarbakka. Hann hóf fiðlunám 8 ára gamall hjá Þór- arni Guðmundssyni, og píanó- nám bjá Kristrúnu Hallgrímsson og Önnu Pétursson nokkru síðar. Hann hólt til Kaupmannahafn- ar til tónlistarnáms og 1936 fór hann til Leipzig og lærði tónfræði og tónsmíð bjá Hermanni Grabner, Jóbanni Nepomuk David og Felix Petyrek, píanóleik hjá Otto Wein- reicb, flðluleik bjá Edgar Wollgant og músikv'ísindi bjá Heinrich Husmann og Hélmut Schultz. Síðar lauk bann kennaraprófi i fiðlu- ’leik og ríkisprófi í tónfræði og tónsmíði og hilaut doktorsgráðu í músikvísindum í Ziiridli í Sviss. Dr. Hallgrímur befur unnið ötullega að félagsmálum íslenskra tónlistarmanna. Hann var einn af stofnendum Stefs og 1962 stofnaði hann, ásamt dr. Páli Isólfssyni og Jóni Þórarinssyni, tónverkaút- gáfuna Musica Islandica. Hann var tónlistarfulltrúi ríkisútvarpsins 1959—1966, en þá um haustið gerðist 'hann prófessor við háskólann í Saskatohewan í Kan- ada og gegndi því starfi þar lil nú, er hann tekur við þessu músik- embætti við Háskóla íslands. Það er gleðiefni að íslenska þjóðin fær nú að njóta lians miklu þekkingar í músik. Verkefnin eru ðþrjótandi. Ég leyfi mér að bjóða liann velkominn heim. K. S. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.