Organistablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 8
BIRGIT LINDKVIST : KIRKJUKÓR — HVAÐ LENGI ENNÞÁ? Ég útskrifaðist úr Tórilistarháskó'Ianum með ágætum vitnisburði í kórstjórn og með mikil ábrif frá Eric Ericson. Ég hef stjómað iþetta frá tveimur til sex kórum samtlímis 'í átta ár, ég hef undir- búið kórsönginn í C-dúr-messu Beet'hovens og Requiem Brahms, ég ihef stjórnað flutningi á gömlum og nýjum kantötum og Jólaóra- toríi Badhs — en kirkjukór sem ek'ki hefur þurft að bæta við a. m. k. einum manni í hverja rödd við tónlistarflutning Ihef ég aðeins haft nokkra mánuði i senn kannski annað hvert ár. Og ég er ekki ein um þetta. Ágætir kórstjórar, Ibæði i sóknum þar sem fólksfækkun er og í borgarsöfnuðum andvarpa: „Ég veit ekki hvort ég hef nokkurn 'kór næsta misseri“, og staffsglaðir kóráhugamenn í fjölmennum söfnuðum segja: „Jú, ég hdf nú 15 manns í kórnum, en það eru í mesta lagi þrír sem búa í sókninni, og barna- og unglingakór er ekki að treysta á nú sem stendur." Einu staðirnir með fjölmennan kór virðast vera kirkjuræknar sóknir í sveit, sæmilega fjölmenn sveitarfélög, þar sem kirkjan er svo heppin að eiga á að skipa úrvals söngstjóra og njóta þolanlegra fjárframllaga til tónlistar og svo nokkrir söfnuðir í Stokkhólmi, sem Ibjóða fram atvinnumannalaun. 'E'kki er ótrúlegt að kirkjusókn, menntun organista og fjárhag kirkjunnar eigi eftir að hraka næstu 10 árin. Svo að, þó aS þú sért núna í heppilegri aSstöSu, lcœri starjsjélagi, er þetta mál, sem einmg kemur þér vid. Þessu valda annars tómstundavenjur ofgnóttaiþjóðfélagsins, sem gera það að vefkum að við höfum þrjá ólíka flok'ka af væntanlegum kór- söngvurum: 1) Þá, sem gela æft á rúmhelgum dögum og sungið a sunnudögum. En þeir eru álltof fáir og eru flestir komnir yfir sex- tugt og sönghugsjón þeirra er oft önnur en nú er algengust. 2) Þeir, sem geta æft á rúmhelgum dögum en eru fjarverandi um aillar he’lg- ar frá apríl til okt. og um állar stórhálíðir. í þessum flokki eru flest biirn og unglingar, því þeirra vegna eru menn að eignast sumar- 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.