Organistablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 2
(ikoMektu, pistíl) dagsins. Jafnframt var reynt að halda þá reglu, er a'llir útvarpamenn virða, þ. e. að sarna röddin heyrist ekki samfellt í meir en 5 mín. Því var prédikuninni svo að segja dreift inn í liði þá, er flokkast undir iguðslþjónustu orðsins — !þ. e. við lestur pistils og guðspjalls. Tónlistin var aðeins notuð tif að þjóna fagnaðarboð- skap guðspjaiisins, en um leið var tóniisitin göfug og flutt af mik- illi vandvirkni, svo sem vera ber í allri tilbeiðislu, iþar sem hins 'bezta er krafizt af hverjum og einum, en af engum meir en hins bezta. I guðsj)jónustium þessum var jafnframt reynt að Iiafa fast- 'mótaðan hraða og jafnan í aliri atlhöfninni. Nú ætla ég mér ékki að íiunda gerð Iþessara „stúdíó“ guðsþjónusta, en ég hefi 'bent hér á nokkur atriði itii þess að skýra betur J>að, sem ég raunvemlega viidi segja. Ég gjörðist ekki þátttakandi í þessum „stúdíóguðsl])jónustum“ vegna þess að ég léldi, að þær ættu að koma í stað hefðbundinna útvarpsguðdþjónusta. Ástæðan var einfaldiega sú, að báðar þessar „stúdíóguðs])jónustur“ voru gerðar, ]>ar sem erfiðlega gekk að fá útvarpað hinum hefðlbundnu guðsþjónustum þessa daga. Þessi óvæntu afskipti mín bafa samt orðið til þess, að fyrri hugmyndir mínar um últvarpsguðslþjónustur og „stúdíóguðs- þjónustur“ hafa breytzt og mótast. Ég er 'þeirrar skoðunar, að hinar hefðbundnu útvarpsmessur (frá sem flestum kirkjum) 6kuli vera á iiefðbundnum tíma, þ. e. kl. 11 á sunnudögum. Ef til viill hlusta ékki margir, en iþeir, sem Ihhista, munu sennillega jafnframt vilja upp- iifa raunverulega kirkjuferð. Það er að mínu viti nauðsynlegt að veita ]>ví fólki, sem eirthverra ástæðna vegna kemst ekki í kirkju, kost á að upplifa kirkjuferð á eins raunverulegan Iháltt og unnt er. Þetta þýðir með öðrum orðum, að útvarptsguðsþjónustan á að láta sem líkast í eyrum hlustandans (og þátttakandans) og væri hann sjálfur í kirkjunni. Tvö dæmi skulu nefnd, sem brjóta þessa reglu og bæði snerta staðsetningu hljóðnema. Þegar við sitjum í kirkju og prestur snýr sér að altari og syngur kol'lektu, þá heyrum við, að hann hefur snúið sér að ailtari. Þannig ætti það og að heyrast í útvarpi, eða m. ö. o. enginn hlljóðnemi á altarinu. Hitt dæmið snertir kirkjukórinn. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að liafa hljóðnema, er tekur söng kórsins, en hitt er jafn nauðsynlegt, að hljóðnemar séu í kirkjunni, svo söngur safnaðarins heyrist — já jafnvel hóstar, og þó útvarpað væri nokkrum snýtum á ári, þá skaðar ]>að engan. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.