Organistablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 5
Torben Lindhardt, kennari og organleikari: UNGLINGAKIRKJUKÓRAR í SVEITUM — GETA SKÓLARNIR KOMIÐ HÉR VIÐ SÖGU? Þar sem söngstjórinn í kirkjunni kennir daglega í skólanum er eðlileg samvinna, sem er til gagns og gleði í kirkjunni og skól- anum. I nokkrum af okkar mörgu sveitakirkjum iiafa smátt og smátt verið stofnaðir unglingakórar, styrktir af sjóðum kirkjunnar. Á síðustu árum hafa iþessir kórar þróast með miklum hraða, en asski- legt væri að barna- og unglingakórar væru starfandi við enn fleiri kirkjur. Þegar syngjandi börn eru í kirkjunni kemur jafnan hressandi blær í guðsþjónustuna. Og með tímanum kemur betri kirkjusöngur með samviinnu kórs og safnaðar. Það er indælt þegar messusvörin koma á nákvæmlega rétitum tímia, og {jað gera þau þegar börnin eru vel œfð. Þegar barnakór er í kirkjunni hverfur nokkuð af því sleni sem setur oft svip á guðsþjónustur í þjóðkirkjunni — líka til sveita. Hvernig myndast þá svona kórar í sveitinni? Það er auðveldast þegar söngkennarinn er samtímis organleikari. Sé nú ekki svo ætti að vera auðvelt að koma á samvinnu milli kennarans í litla skól- anum og organistans í liblu kirkjunni, en hjá báðum þarf þá að vera áhugi fyrir söng — og börnum. Okkar kirkjukór spratt upp af skólakórnum. I fyrstu var aðeins æft mánaðarlega. Nokkrum árum seinna var farið að hafa æfingar vikulega. Nú syngja ékki nema nokkrir úr skólakórnum í kirkjukórn- um en allir í kirkjukórnum hafa verið í skólakórnum og telja sér sæmd af að fá að syngja í kirkjukórnum. Söngfólkið fær þóknun fyrir starfið við kirkjuna. Það verður að vera eitthvað spennandi við það að vera í ungl- ingakór kirkjunnar — eitthvað fleira en kórsöngurinn. Ég ætla að ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.