Organistablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 9
FRÁ ÍSLENSKRl TÓNVERKAMIÐSTÖÐ [ 1. tbl. 8. árg. Organistjajbliaðsins birtist m. a. tíinabær kvörtun Glúins Gylfasonar um vöntun á nótnaverslun á Islnndi. Ef við eig- um hinis vegar enn að trúa máltækinu, að mjór sé tmdldls vísir, þá leyfum við, aðstandendur Tónverkamiðistöðvarinnar, okkur að vona, að Glúmii jafnlt og öðrum verði að þessari ósk sinni í náinni framtíð: nótnaverslun verði til á Islandi, sem hdfur upp á úrval nótna af öllu itagi að bjóða. íslensk tónverkamiðstöð tók til starfa fyrir 7 árum. Þar eiga allir islenskir tiónlhöfundar, sem vilja, að geta halfít verk sín á boðstólum til sýnis, loigu eða sölu. Þessi starfsemi var í upphafi kynnt ineð auglýsingum og dreifibréfum itil skóla, kóra, lúðrasveita eða ein- 'Staklinga. Á Tóhverkamiðstöðiin nú nökkra itrygga vini, bæði inn- lenda og útlenda, sem leita all reglulega til okkar, þegar vantar nótiur eftir Ihérlenda Ihöfunda. Við höfum treyst því, að i þessu landi fljúgi — ja, við skulum segja — nólnrnagan, og iþess vegna notað ódrjúgar krónurnar til að kosta frágang nótna fremur en til dýrra augiýsinga. Á sl. sumri leitaði stjórn iFélags ísl. tónlistarkennana til okkar og óskaði eftir aðstoð við að útvega nótur erlendis frá, aðallega til kennslu. Þetta íhöfum við nú gert í eitt ár, og hefur gefist vel. Nú í sumar hafa helmingi fileiri kennarar og Tónl'istanskólar snúið sér til okkar, og sjáum við firam á, að innan fárra lára verði hér álit- leg nótnaverslun með itöluverðu framboði nótna víðs vegar úr ver- öidinni, !þ. e. a. s. ,ef þessi áhugi dofnar ekki. TóniiStiarmenn eiga nú sjáifir leikiinn, með undiirtektum sínum geta Iþeir látið þennan mjóa anga að Laufásvegi 40 verða vísi einlhvers mikils í framtíðinni. Með kærri 'kveðju, Þorkell Sigurbjörnsson. ORGANIS l'ABI.AÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.