Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 2
MINNISVARÐI UM INGA T. LÁRUSSON Efalaust má telja Inga T. Lárusson ineða'l vinsælustu tón- skálda íslensku þjóðarinnar. Því til sönnunar nægir að nefna nökkur a'f fögum hans, sem svo að segja allir kunna eða kann- ast við, t.d. Ó, blessuð vertu sumarsól, I svanallíki lyftist mold- in hæst, Það er svo margt að minnast á, Nú andar suðrið og Hríslan og lækurinn. Ingi var um skeið kirkjuorganleik- ari og færi iþví ve'l á að hans yrði minnst í þessu blaði, þó að ekki verði ritað um hann að þessu sinni. Ingi var aust- firðingur og nú !hafa austfirðingar reist honum minnisvarða í fæðingarbæ hans, Seyðisfirði. Minnismerkið er eftir Sigur- jón Óláfsson myndhoggvara. — Til fjáröÉlunar vagna þessa og til að heiðra minningu tónskáldsins gekkst Austfirð- ingafélagið í Reykjavík fyrir minningarsamkomu með tón- leikum í Háskólabíói 31. janúar í vetur. Þórarinn Þórarins- son fyrv. skólastjóri stjórnaði samlkoinunni en aðálræðumaður var Jón Þórarinsson tónskáld. Öll l'ögin sem þarna voru sungin og leikin voru eftir Inga. Þeir, sem þá létu til sín heyra voru Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Páls P. Pálssonar — hún lék lög í útsetningu Jóns Sigurðssonar — Skólaihljóm- sveit Mosfelilssveitar, stjórnandi Lárus Sveinsson, Kvennakór Suðurnesja, stjórnandi Herbert H. Ágústsson, Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit undir stjórn Lárusar Sveinssonar, Eddu- kórinn, einsöng sungu Ingimar Sigurðsson, Ó'löf Harðar- dóttir og Kristinn Hallsson. Undirleik á píanó annaðist jón Stefánsson. í samkomulok sungu allir viðstaddir tvö iög I.T.L. Hinn 26. ágúst á afmælisdegi Inga afhjúpaði Inga Lára, dóttir tónskáldsins minnismeúkið á skrúðgarði Seyðisfjarðar, að viðstöddum fjölda manns. Tveir kórar sungu, Bjarmi og kirkjukór Egilsstaðakirkju. Þórarinn Þórarinsson afhenti minnismerkið en forseti bæjarstjórnar Seyðisl jarðar jiakkaði gjöfina. í samsæti að atiliöfninni lokinni minntist Pétur Blöndal Í.T.L., en Kristjián Kristjánsson söng niokkur af lög- um Inga við undirleik Katrínar Jónsdóttur. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.